Barn fæst gefins…

Ég er eyðilögð!

Augnabliki fyrir kvöldmatinn áðan sagði elsta dóttir mín, hálffullorðið barnið, alltaf svo stillt og góð, eftirfarandi setninu við mig: „mamma, ekki verða reið við mig og heldur ekki sár, en þú ert sko komin með hengirass!“

Jahá… það er bara það… ég útskýrði í rólegheitum  fyrir henni að brennslukerfi líkamans hjá fólki sem myndi stórslasast á ökla og gæti ekki hreyft sig í ca 2 vikur, myndi stórtruflast og sama og ekkert afþví sem færi inn, kæmi út aftur!

Síðan fórum við að borða. Aldís orðheppna hafði útbúið pítur og ég var niðursokkin í að borða pítuna, sem datt endalaust í sundur, á sem fallegasta hátt.

Alltíeinu segir Aldís: „mamma, ef þú smjattar einu sinni í viðbót á meðan ég bý hérna í húsinu, þá droppa ég öllum mínum góðgerðarplönum í útlöndum og skrái mig í Paradise Hotel um leið og ég verð 18!“

Hér með er Aldís gefins… get skutlað henni ókeypis til ykkar sem vilja eiga hana!

3 Responses to “Barn fæst gefins…

  • Ágústa
    9 ár ago

    Bwahaha… Skemmtilegar systurnar 🙂
    En annars væri ég alveg til í eina stóra stelpu, veit hvað hún er dugleg að baka og hjálpa til 😉
    Og svo er ókurteisi að smatta Dagný!!!

  • koddu með Aldsíi til mín ! Ég vil hana endilega 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *