Feita ég í Kolding!

Þegar ég var yngri, var ég oft að hrynja í sundur, eða að hverfa, eða beinargrind, eða ógeðslega horuð eða anorexiusjúklingur eða e-ð annað. Alltaf sárnaði mér jafnmikið þegar ég var minnt á þetta. Og var ég annsi oft minnt á þetta… þannig að ég var rosalega oft sár! Ég reyndi að borða og borða, en því meira sem ég borðaði því meira kúkaði ég.  Það eru ekki nema kannski 6-7 ár síðan mér var líkt við beinagrind síðast. Mig sárnaði jafnmikið og þegar ég var 7 ára, 16 ára og 22 ára.

Undanfarnar 2 vikur hefur svaka kjólavesen verið í gangi.  Einn draumakjóll í Fredericia og annar á netinu. Þessi á netinu kom í dag. Svaka sætur og sumarlegur. Ég mátaði í hasti því við vorum að fara til Kolding og ef kjólinn væri vonlaus ætlaði ég að sækja hinn í Fredericia.

Ég: „stelpur, hvað finnst ykkur?“

Ónefnd óuppalin dóttir mín: „þú ert rosalega feit í honum…“

Ég: „ha, feit?!!!?“

Ónefnd dónaleg dóttir mín: „já með sérstaklega feitar lappir…“

Mig dauðsárnaði, tók mynd af mér á símanum og sendi akut MMS til kjólavinkonu minnar… henni fannst ég sæt og nokkuð grönn. Ég mótmæli ónefndri blindu dóttir minni og held kjólnum!

Í Kolding toppaði ég teoriu dótturinnar… mátaði rósóttan ömmubol i medium. Hugsaði málið um nokkrar götur og fór svo og keypti hann.  Þegar heim var komið var bolsdruslan XL!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *