De „sociale“ i Rema

I Rema 1000 d. 16. september, dagen efter valget. To unge medarbejder har en rolig dag og sludrer ved kassen. Jeg kommer ind og hører efterfølgende:

hun: „stemte du til det der valg i går?“

han: „ja, mine forældre sagde at det skulle man, men jeg har ikke nogen forstand på det så jeg anede ikke hvad jeg skulle stemme -gjord bare noget…“

hun: „ja, jeg viste det heller ikke så jeg tog bare  til skolen og ind i det der rum med en seddel og bare øhhh… anede ikke hvad jeg skulle. Så jeg sætte bare kryds ved socialdemokraterne da de må har noget med det sociale at gøre… eller hvad ved jeg?“

han: „ja nemlig, det gjor jeg osse“

Var það þessvegna sem þjóðin kaus Rautt yfir sig um ókomin ár? Vegna þess að „social“ var eina nafnið á listanum sem fólk tengdi við e-ð og vissi cirka hvað þýddi?  Og þessvegna bara best að kjósa „Social“. Þó svo að þau hafi vitað að „Venstre“ þýddi „vinstri“ en afhverju??? það meikar engan sens í þessu samhengi. Og hvað í ósköpunum þýðir og er Radikal og Liberal Alliance? Nei, social skal það vera. Skil það líka alveg, ég hefði líka kosið social þegar ég var 10 ára.

Það voru semsagt kosningar hérna um daginn og tókst þjóðinni að kjósa yfir sig kommunisman. Til hamingju kæra þjóð. Þetta verður nú aldeilis fínt. Ég er svakalega svekkt og sár. Held að ég hafi aldrei verið svona spæld eftir kosningar. Og bara fatta ekki neitt. Hver kaus þetta yfir sig (fyrir utan Remakrakkana)? Það er enn talað um kosningarnar á hverju götuhorni og skúmaskoti og enn hef ég ekki hitt neinn sem kaus Helle. Ekki einu sinni hjúkkurnar kusu rautt þetta árið en þykja þær alltaf hafa verið frekar rauðar. Og þeir sem máttu ekki kjósa en langaði að kjósa hefðu heldur ekki kosið Helle.  Ég skil ekki afhverju ég má ekki kjósa. Og skil ekki afhverju ég MÁ kjósa á Íslandi.

Komandi ár leggjast politisk ílla í mig, er nokkuð viss um að við „hálauna“ fólkið eigum eftir að finna fyrir kommunismanum og opna buddurnar okkar óþarflega mikið.

En fyrst við erum orðin svona rauð og allt í volli, er eins gott að Helle standi við punktinn um einkasjúkrahúsin, þar sem stendur að hún vilji að þau borgi sjálf  „re-operationer og patientskadeerstatninger“, sem gæti þýðst sem enduraðgerðir og sjúklingaskaðabætur.

Tja Helle er í það minnsta fallega tennt, betur tennt en Løkke. Og that´s it.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *