heimsóknin í dag…

Okey,  fann Shuffle, klæddi mig í hlaupabuxurnar og setti teygju í morgunhárið og var á leiðinni út, þá var bankað! Ég sá, áður en ég opnaði dyrnar, hverjir þetta voru. Þekki þessháttar týpur úr mílufjarlægð. Ég opnaði og þeir byrjuðu að suða, einn eldri fyrir framan og annar yngri og enn hallærislegri fyrir aftan. Ég sagði: „Eruð þið frá XX?“ Sá eldri sagði: „já“

Ég sagði strax að ég hefði ekki áhuga… Sá eldri (sem talaði allan tímann) spurði afhverju? Ég svaraði að ég gæti á enganhátt verið sammála þeirra boðskap og skoðunum.

Sá eldri varð svakalega undrandi og skildi bara ekkert í mér. Vildi fá að heyra afhverju? Ég rökstuddi á ofurhraða afhverju. Hann sagði að ég væri að misskilja og hvort ég þekkti ekki bíblíuna. Ég sagðist ekki hafa áhuga á að ræða þetta og væri á leiðinni út að hlaupa. Hann setti fótinn innfyrir dyrnar og sagði að það stæði svart á hvítu í bíblíunni að það mætti ekki nota sama blóðið tvisvar. Ég sagði að það væri þeirra túlkun. Og að þeir væru búnir að túlka bíblíuna eftir sínu höfði. Hann sagði að það væri allsekki rétt, þeir hefðu allsekki túlkað bíblíuna! Aukþess sagði hann að blóðgjöf væri svo hættuleg, myndi oftast leiða til annarra sjúkdóma, t.d. lifrarbilunar! Ég sagði að hann hefði ekki hugmynd um hvað hann væri að tala um. Hann sagði að það væri bara hægt að gefa NaCl í staðin. Ég sagði nei! Og hann fletti upp í bíblíunni sinni og sýndi mér að guð segði að það mætti allsekki nota blóðið tvisvar. Ég sagði að guð hefði ekki skrifað bíblíuna. Hann sagði að það hefðu verið menn sem skrifuðu hana í gegnum guð. Ég sagði að þeir hefðu þá að öllum líkindum verið skizo. Hann þvingaði fram bros og reyndi að vera vinarlegur. Hann sagði að fólk hefði dáið í hópatali hér áður fyrr vegna blóðgjafa. Ég sagði að núna væri árið 2012 e.krist.

Síðan sagði ég að þeirra skoðun á samkynhneigðum væri fáránleg. Þá fletti hann aftur upp í bókinni og sýndi mér að guð hefði látið skizoana skrifa að maður mætti ekki liggja með manni. Ég minnti hann á enn einu sinni að þetta væri þeirra túlkun af bíblíunni. Hann sagði nei, að þeir hefðu ekki túlkað bíbíuna. Ég sagði að hvort sem þetta stæði eða ekki, þá væri þetta gamaldags og á engan hátt gildandi.  Aukþess ættum við homovini og vinnufélaga og það væri engin munur og ég skildi ekki afhverju svona trúandi fólk eins og þeir gætu ekki samþykkt og virt samkynhneigða. Hann sagði að það væri gott að ég elskaði á og virti, því það gerðu þeir líka, en að ég ætti biðja fyrir þeim og stýra þeim á rétta braut! Ég sagði honum að þá væri samþykktin og virðingin ekki upp á marga fiska hjá þeim. Hann byrjaði aftur með skrudduna.

Einhverntíma í þessum samræðum, eftir að ég hafði sagt 10 sinnum að þeir túlkuðu bibíuna eftir sínu eigin höfði og alltaf neitaði hann, sagði hann „jamen, vi fortolker biblen….“ HA þarna náði ég þér!!! Og hann beit í tunguna á sér!

Svala slóst í hópinn frekar fljótt og fannst þetta þrælskemmtilegt en gapti líka af undrun. Fúsi kom svo líka og spurði hvernig það væri, hvort það væri ekki bannað samkvæmt þeim að vinna á sunnudögum…? Jú, sko það var gamli samningurinn en hann gildir ekki lengur. Afhverju ekki? Afþví að það er frekar erfitt vegna sjúkrahúsana og svoleiðis. Já ok, og þá var bara búin annar samningur? Afhverju er ekki hægt að búa til annan samning fyrir blóðgjöfina og homoa?

Í alvöru talað…

Það var líka rætt um líf eftir dauðann, eða ekkert líf, eða eilift líf. Og fyrirgefningu guðs og ekki fyrirgefningu. Og hver ræður á heimilinu, en í þeirra augum er það húsbóndinn sem ber í borðið… og þá sagði Svala (mest til að ögra) að hérna heima hjá okkur er það mest mamma sem ber í borðið og setur reglur. Hann sagði að ef það væri e-ð að hjá fjölskyldum, væri sökin alltaf mannsins. Svala hristi hausinn og ég sagði að það væri fáránlegt að segja svona, í dag væru hosbóndi og húsfreyja jöfn. Hann var innilega ekki sammála.

Hann sagðist skyldi fara í friði og ekki sem óvinur, en vonaðist til að sjá okkur aftur. Ég ætlaði að biðja hann um að spara sér sporin upp okkar tröppur en Fúsi var á undan og sagði: „já, vonandi sjáumst við aftur…!!!“

Ég hef sjaldan hlaupið svona hratt í svona litlu hlaupaformi… Þetta fólk getur gert mig algjörlega vitfirrta í skapinu. Fyrir utan að vera ferkantað, virðingarlaust, vont við sitt eigið fólk, leiðinlegt, er það alltaf mjög hallærislegt!

Og nú kemur spurningin, hvaða tegund fólks er þetta???

.

5 Responses to “heimsóknin í dag…

  • Ingi Freyr
    12 ár ago

    hressir Vottar 🙂

    • ömurlegir Vottar… ert þú annars
      nokkuð votti?

    • Heiða
      12 ár ago

      Vottar, spottaði þá á blóðgjöfinni, en annars eru allir svona öfgahópar eins í mínu höfði, einmitt öfgahópar sem vantar skilning og margt annað 🙂 flott samt hjá ykkur að rökræða við þá, þeir taka sér örugglega frí á morgun og hinn til að lesa meira í skruddunni.

  • Begga Kn.
    12 ár ago

    Mikið var nú samt gott að þú fannst suffle og fórst í hlaupabuxurnar, nú vitum við líka hverja við eigum að senda í heimsókn til þín morguninn sem Motorvejsløbet verður, því að þá verður þú ekki í neinum vandræðum með að hlaupa þessa 10 km á undir klukkutíma ;o)

    En þið eruð snillingar í að koma fyrir ykkur orði, svo að ég öfunda nú ekki þessa votta að hafa lent í að rökræða við ykkur ;o)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *