Guðsvilji…

Í gærkvöldi var ég beðin um að fjarlægja dónaprófílmyndina mína af facebook. Önnur dóttirin bað mig. Ég spurði afhverju? Jú, því að þetta væri dónamynd! Ég verð víst að verða við þeirri beiðni. Reyndar ætlaði ég hvort eð er að skipta um prófilmynd fljótlega, því nú er ég væntanlega búin að sjokkera mjög marga fb-vini mína. Við vorum jú allsber á myndinni. Um leið og ég pósta þessari færslu, skipti ég um prófílmynd… lofa.

Það er er snjór í DK. Þegar snjóinn festir þurfa gangstéttir að vera ruddar á milli kl. 7-23 á virkum dögum. Um helgar er það mikið seinna og maður getur slappað af… um helgar er það á milli kl. 8-23.  Mér finnst alveg í góðu lagi að maður skuli vera ábyrgur fyrir að halda gangstéttinni sinni auðri. En við erum ekkert að stressa okkur og fáum reyndar svoldið kikk útúr að brjóta reglurnar. Síðasta sunnudag fór ég út kl 10 í glærri þynnku og mokaði eins og bóndi. Velvitandi að ég væri að brjóta reglurnar. Löggan ská á móti var löngubúin, umhverfisvæni gæinn, ská á móti hinu megin var líka löngu búin. Krullaði þjóðverjinn var líka búin. Það voru allir búnir nema ég og grannarnir beint á móti. En það er ástæða fyrir því að þau moka ekki. Þau trúa á almættið. Ef það snjóar er það Guðsvilji. Og þessvegna mokar maður ekki Guðsvilja. Ekkert frekar en að fjarlægja hár, sem Guð vill að vaxi á undarlegustu stöðum -þau fjarlægir maður ekki. Hann klippir heldur ekki horntréð sem vex við hornborðstofugluggann. Það fær bara að vaxa fyrir gluggann. Því það er væntanlega Guðsvilji. Fjölskyldan Kvitsy, sem á húsið en flutti næstum down under, klippti alltaf tréð, þannig að ég sá inní borðstofuna þeirra. Ég klippi líka kúlutréð svo það sjáist inn um stofugluggann hjá okkur. Eitt árið klippti ég runnana alveg niður við jörð svo það sæist inn um svefnherbergisgluggann okkar. Sigfús minn varð ekki hrifinn og slökkti ljósið.

Allavega, svona trú í meira lagi, er mikill leyndardómur fyrir mér… svipað og mér fannst frímúrarnir svakalega leyndardómsfullir þegar ég var 21´eins. Núna finnst mér þeir bara hallærislegir. Reyndar held ég að trú í meira lagi sé engin leyndardómur. Við erum væntanlega meira en velkomin í hópinn. Allavega var okkur boðið á jólaball síðasta sunnudag… hann sagði að þar yrði svakalegt „fis og ballade“… og blikkaði mig. Fúsi þorði ekki og ég mátti ekki fara.  Granninn hefði betur mokað gangstéttina í staðin fyrir að gamna sér á jólaballi.

Reyndar er mig farið að gruna að Guð sé víðsfjarri í þessum samkomum í heimahúsinu beint á móti okkur. Ef það kemur fólk gangandi eða í bílum í tugatali á slaginu eitthvað og fer inn og hverfur mjög fljótlega úr eldhúsinu og borðstofunni og það er ekkert útiveður, hvert fer fólkið þá??? (Stofan er mjög lítil, hef oft komin þarna þegar Kvitsy bjó í húsinu). Fólk getur þessvegna ekki annað en dreift sér um herbergin. Í ykkar huga, í hreinskilni sagt, á þetta e-ð skilt við trúarsamkomu??? Fólk í litlum hópum inn í svefnherbergjum? Nú veit ég hvað hann meinti með „fis og ballede“… þetta er ekki fríkirkja frekar en ég er María Mey. Ef þetta er EKKI rólufélag (makavíxlunarsamkoma) þá ER ég María Mey með babyið í fanginu. Finnst bara frekar lélegt að sleppa því að moka gangstéttina og klippa tréð undir verndarhendi Guðsvilja þegar þau eru bara að róla í staðin.

Farin að finna minna dónalega mynd fyrir fb-profilinn (getið samt séð hina áfram í albúminu)

2 Responses to “Guðsvilji…

  • Sigrún
    11 ár ago

    Maður mætir alltaf á undarlegar samkomur til að vita hvað gerist þar!

    • oftast en ekki ef madur þarf að face-a grannann á eftir 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *