Hvernig gera á ungling glaðan…

Áður en færslan fer að snúast um glaða unglinginn, vil ég snökkta í ykkur yfir að hafa misst af boxinu í dag. Er orðin svo húkt á hita, svita og englahoppum að ég ætla að skrifa í óskabókina í vinnunni: Engar kvöldvaktir (aldrei kvöldvaktir) né vöknunarvaktir á þriðjudögum. Í svekkelsinu mokaði ég snjóinn af gangstéttinni okkar…

2013-03-19 17.12.48

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan að unglingnum. Ég var að elda kjötsúpu og hafði keypt rófu. Skar hana í tvennt og notaði helminginn. Fór svo að segja yngri unglingnum frá því þegar Maggi afi sat með mig í eldhúsinu í Berlín og skóf ofan í mig rófu. Held að pabbi hafi gert þetta líka. Kannski kenndi afi pabba þetta 🙂

2013-03-14 18.41.06

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég spurði unglinginn hvort hún vildi smakka… öhhh nei takk!

Ég byrjaði að skafa og smjattaði og stundi yfir safaríkri rófunni. Talaði mikið um safann! Þangað til unglingurinn vildi smakka og eftir það var ekki aftur snúið… hún var mötuð og mötuð- alveg eins og afi og pabbi mötuðu mig.

2013-03-14 18.46.37

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún varð rangeygð af gleði… og ég skóf og skóf og skóf og skóf og skóf!

Ef ykkur langar að gleðja börnin ykkar á einfaldan og ódýran hátt, kaupið rófu og skafið ofan í þau! Svínvirkar!

2013-03-14 18.50.53

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *