Vaskur töffarahundur!

Þetta er bloggið um hann Vask. (Ef þú ert týpan sem nennir hvorki að heyra né lesa um annarra manna hunda, lokaðu þá núna… ég skil það alveg! p.s. það koma líka slatti af myndum… og þið ykkar sem nennið að lesa um annara manna hunda og skoða myndir, þá er hægt að stækka myndirnar með því að klikka á þær)

Vaskur er íslenskur fjárhundur, fæddur á sudurlandinu og er hann einn af 6 sjúklega sætum systkinum. Vaskur og systkini fæddust 31. desember 2012- á gamlárskvöld! Hversu cool er það???  Vaskur var óheppin og fæddist líflaus… en eins og sannir bændur, lífgaði bóndinn hann við yfir eldhúsvaskinum, á meðan húsfreyjan hrærði í síðustu sósu ársins.

Við keyptum Vask í blindni… treystum á- og féllum fyrir örfáum myndum af honum, ásamt því að finnast eigandinn vera góður eigandi. Eigandinn og fjölskyldan fóru síðan í páskafrí til DK og tóku Vask og Deplu systir hans með í 14 tíma ferðalag.

2013-03-23 16.38.28

 

 

 

 

 

 

Ekki varð þeim meint af túrnum, síður en svo enda bæði frekar cool hvolpar. Það var Depla sem fékk handklæðið hennar ömmu með norður í Jótland. (það var nefnt í færslu fyrir nokkru)

Eftir að við urðum eigendur Vasks, og komum með hann heim, hagaði hann sér eins og hann hefði alltaf átt heima hjá okkur. Við vorum náttúrulega búin að undirbúa heimkomuna eins og hægt var og kaupa dót og fleira. Vaskur gerði okkur grein fyrir því með það sama að hann væri ekta töffari. Og var ekki feimin við eitt né neitt. Daginn eftir fór hann í sína fyrstu búðarferð og missti sig alveg yfir allri hundalyktinni inní dýrabúðinni.  Síðan var mátað og spáð og spögulerað… til að vera sem mest í stíl við familíuna, valdi hann beisli í hermannalitunum… semsagt töffarabeisli og ekta leðuról.

2013-03-24 08.31.362013-03-24 12.02.372013-03-24 16.05.22

 

 

 

 

 

 

 

Vaskur töffarahundur elskar að elta snjóbolta, rústa þeim og éta… Í augnablikinu eru örfá snjókorn eftir af þessum vetri.

Vaskur er óttalegur hvolpur og svoddan grallari. Samt hefur hann ekkert skemmt né nagað af ráði. Við höfum að sjálfsögðu ekki kveikt bál beint fyrir framan hann og hafa t.d. allir skór fengið sinn stað. Einnig fær hann nögubein þegar hann ÞARF að naga. Eitt hefur hann þó skemmt. En það var ekki til að skemma eða naga… hann vildi bara vera töffari með töffaralykt.

2013-03-30 08.46.01

 

 

 

 

 

 

Og sannir töffarar velja Versace FOR MEN, en ekki boring shampo, glæra klobbasápu eða grænan andlitsskrúbb.

Vaskur töffarahundur er svo elskaður og dáður, að hann er mestmegnis borin útum hvippin og hvappin.

2013-03-26 22.52.24

2013-03-28 15.46.03

 

 

 

 

 

 

Í þessum skrifuðu orðum, gengur ónefnd heimasæta um gólf með Vask á öxlinni og reynir að svæfa hann… já, þessu nenna þær á meðan hann er bara 5,8kg.

Hann er óheyrilega forvitin… það fer fátt framhjá hans svarta, blauta trýni og fallegu brúnu hvolpaaugum… hann ElsKAR að rannsaka umhverfið.

2013-03-27 11.28.53

2013-03-28 15.56.13

2013-03-28 15.44.18

 

 

 

 

 

 

 

Vaskur er alltaf spenntur og til í tuskið og þetta er uppáhaldsstellinginn hans þegar hann stendur.

2013-03-28 16.03.58

 

 

 

 

 

 

Hann er líka skuggalega kúltiveraður og var ílla spældur yfir tómu tónleikaplássinu… hann beið lengi eftir hljómsveit og fólki… en það eina sem heyrðist var kvakkið í öndunum á tjörninni á bakvið.  Vaskur var einnig spældur við mig því ég leifði honum ekki að kasta sér útí tjörn og sækja sér önd.

2013-04-05 16.58.55

 

 

 

 

 

 

 

Hann elskar ströndina/fjöruna og bíður spenntur eftir að það hlýni svo hann geti leikið sér í öldunum. Hann veit hversu kaldur sjórinn er því í annað skipti sem hann fór á ströndina var alveg logn og engar öldur og Vaskur sá ekki sjóinn…! Það var frekar fyndið…

2013-04-07 12.02.07

2013-04-07 12.16.12 

 

 

 

 

 

Annars er lífið hans Vasks fjölbreytilegt og nokkuð skemmtilegt (höldum við). Hann sefur alla nóttina, pissar og kúkar úti, klárar matinn sinn, er elskaður og kann bæði íslensku og dönsku. Orðin sem hann kann eða er að læra eru: Vaskur, sitt, dæk (danska), hæll, pláss, frjáls, snúra, pissa, bíll, út að labba, bolti, beisli, bless, töffari, duglegur og nammi. Síðan er augnsambandið æft stíft.  Hann fær hellings frjálsa hreyfingu og er troðin út af hundanammi í sambandi við alla kennsluna. Jú jú hann er í hundaskóla einu sinni í viku, og leikskóla annan hvern laugardag. Hann stefnir síðan í háskólanám seinna meir… sjálfstraustið vantar ekki!

2013-04-05 17.29.26

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *