Engin í skóginum, allir í bakarabútikkinni…

Það hefur varla farið fram hjá nokkurri manneskju að það er verkbann í dönskum grunnskólum. Það þýðir að 2140 grunnskólabörn í Sönderborg, fyrir austan sundið, ganga um, að mestu aðgerðarlaus. Ef við tökum Jótlandshliðina í Sönderborg með verða börnin 3048. Og þetta er fyrir utan 10. bekkinn og þetta er bara í sjálfum bænum Sönderborg, ekki í öllu sveitarfélaginu. Þetta eru frekar mörg börn finnst mér. Og það eru margir foreldrar heima með börnin… annaðslagið mæta vinnufélugurnar mínar ekki í vinnuna vegna verkbanns.

Við Vaskur „Límmiði“ Jónsson (en Límmiði er nýja millinafnið hans því hann er eins og límmiði á mér) fórum í skóginn í morgun. Vorum mætt á svæðið kl rúml. 10.

Það á að hafa hunda í bandi í skóginum! En við svindlum óspart þegar engin er í nágrenninu og njótum frelsisins. Erum líka dugleg í að æfa hann í að hlýða kalli.

Í morgun vorum við tæpa 2 tíma í skóginum, alveg hreint yndislegt. Allan þennan tíma mættum við 3 manneskjum og sáum eina útundan okkur.

Þegar maður fer inn í skóginn frá ströndinni taka við há moldarbörð og fyrir neðan er grýtt fjaran. Þessi börð eru kannski um 30-50m há (held ég… maður getur allavega dáið ef maður dettur niður). Vaskur var varla komin inn að þessum börðum þegar hann skellti sér niður. Ég fékk vægt sjokk. En það verður að segjast að á þessum stað eru börðin ekki þverhnípt, heldur bara mjög brött.

En þessi hvolpur er svo mikill gaur að það er fátt sem hann veigrar sér við! Hann semsagt skellti sér niður og rann svo bara á rassinum niður hálfaleiðina. Hann náði að stoppa sig og snúa við en átti í mesta basli með að komast upp aftur. Fyrir rest náði hann næstum upp, og ég hélt með annarri hendinni í hríslu og gat teygt mig í hann, náð annarri löppinni og dregið hann upp.

IMG_000117

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég setti hann í band eftir þetta og hélt göngunni áfram. Vaskur ætlaði ekki að trúa hversu hátt það væri niður og var alltaf að kíkja. Þegar börðin urðu þverhníppt, varð hann örlítið smeykur… eða kannski ekki smeykur (hann yrði fúll ef hann vissi hvað ég skrifaði…), hann fór að bera virðingu fyrir hæðinni og börðunum.

Vaskur var hneykslaður á mér fyrir að hafa tekið bolta með í skóginn… fannst það vanvirðing við náttúruna og naut í staðin að fá vindinn beint í trýnið.

IMG_000119

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er yndislegt að hafa hellings hektara af skógi útaf fyrir sig, takk fyrir það, íbúar Sönderborgar, takk fyrir að hafa ekki verið í skóginum…

En afhverju eru engin fórnarlömb verkbannsins í skóginum…? þessari paradís?

IMG_000019 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leiðinni heim komum við við hjá bakaranum niður í bæ… bakarabútíkkin var troðfull og hálfvonlaust að fá bílastæði í miðbænum. Huxa að verkbannsfórnarlömbin hafi að mestu verið að kaupa sér brauð miðbænum.

nakano_broadway1

 

 

 

 

 

 

 

 

Ca. svona margir voru í bakarabútíkkinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *