Matarblogg!!!

Ég hef hugsað mér að færa færslurnar mínar á hærra plan… matarbloggsplan. Með örlitlu kryddi af tilfinningum.

En fyrst ætla ég að koma með auglýsingu sem gagnast ykkur öllum, líka köllum. Ég var á ystu nöf með að fara til læknis útaf sjúklega þurri húð á hægri hendi… eiginlega líktist þetta upphleyptu exemi á krókódíl. Búið að vera svona í margar vikur/mánuði og því orðið eins og á gömlum krókodíl. Allavega, áður en læknirinn átti að heimsækjast, kom ég við í Helsam sem er einhverskonar heilsubúð og þar var mælt með þessu kremi.

2013-05-11 17.00.28

 

 

 

 

 

 

 

Þetta krem á að vera frekar hollt, engin parabeinar og stútfullt af morgunfrú. Unga afgreiðsludaman mælti allra mest með þessu og ég varð ástfangin við fyrstu smurningu. Og það má nota það útum allt! Og það virkar! Og það undarlegasta er að það kostaði bara 50ogeitthvað.

Og nú að matar-og tilfinningafærslunni… hún á að fjalla um bláber. Því ég elska bláber. Bláber minna mig oft á barnæskuheimilið mitt því þar uxu bláber í túngarðinum.

10330_1255932556372_6893719_n

mini-031_JPG

 

 

 

 

 

 

(Ég geri mér alveg grein fyrir að þetta eru krækiber á myndinni en þetta er hendin á mér með bláberjabláma!)

Um daginn vorum við mæðgur í Fötex í Aabenraa og lentum í hungurkasti langt heimanfrá. Við keyptum 7 flöskur af yoghurtdrykkjum. Ég kaupi stundum svoleiðis þegar ég fer í hungurkast. En sjaldan 7. Ég kaupi næstum alltaf með bláberjabragði…

2013-05-09 14.34.14

2013-05-09 14.35.03

 

 

 

 

 

 

Keypti líka eina skyrflösku. Bara til að vera íslensk.

2013-05-09 14.31.30

2013-05-09 14.31.56

 

 

 

 

 

 

Gulrætur og „havtorn“ (veit ekki hvað það er) en þetta verður ekki keypt aftur.

Þegar ég er að vinna í Noregi reyni ég stundum að fara í litlar fjallgöngur á milli vakta og borða yfir mig af blá-og krækiberjum.

Ég elska bláberjasaftið sem alltaf er til í ísskápnum. Hreinlega ELSKAÐA. Og trúi að lífrænt ræktaður hrásykur sé MIKIÐ hOllaRi en venjulegur sykur… ég er svo auðtrúa.

2013-05-12 19.06.56

 

 

 

 

 

 

 

Og ef ég þarf nauðsynlega að fá mér Íste, vel ég þetta… sneisafullt af bláberjum…!?!

2013-05-12 19.09.22

 

 

 

 

 

 

 

Annars þoli ég ílla íste, og skil ekki afhverju heimasæturnar hafa elskað þetta sykursull frá barnsaldri þrátt fyrir að ég hafi tuðað á háa C-inu aftur og aftur.

Siðan er ALLTAF til bláberjasultutau á mínu heimili… og ég myndi seint segja nei takk við heimalöguðu… þótt það væri ársgamalt sultutau.

2013-05-12 22.07.43

 

 

 

 

 

 

 

Kæru lesendur, þetta var fyrsta matarbloggið mitt sem ég man eftir.

P.s. það er ok að kópía uppskriftirnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *