Mánudagsmorgun…

Ég settist niður með brauðið mitt og kaffi, leit yfir í stofuna og hugsaði með mér…“týpískur virkur frídagur…“ ergo -tiltektardagur!

2013-05-27 08.58.47

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í gær tók ég þátt í hlaupi, eins og vitlaus og ég get verið, samt alveg sjálfviljug. Eftir hlaupið, semsagt í allan gærdag, lá ég fárveik með háfjallaveiki.

Í gærkvöldi hristi ég veikina nokkurnvegin af mér og ákvað að sanna fyrir ykkur hlaupið, þ.e.a.s. að ég hafi verið með og afhverju ég fékk háfjallaveikina.

Ég gerði mér te, passaði að drekka vatn, át kúlúsúkk og hékk í tölvunni. Síðan upp úr miðnætti nennti tölvan ekki meiru… enda er hún bara leifar eftir dætur mínar. „Mamma, þú mátt fá gömlu tölvuna mína… ertu ekki glöð?“ Ég verð alltaf über hamingjusöm… þetta eru svoddan velmeðfarnar gæðatölvur… án límmíða (NOT), án hnjasks (NOT), vantar enga takka (NOT) og nú bíð ég bara spennt eftir næstu notuðu tölvu sem verður MacBookinn hennar Aldísar. Væntanlega þarf ég að bíða lengi.

En allavega, aftur að myndinni sem fylgir með… Þetta er ekki ég í hnotskurn (NOT)… eða ok, svoldið ég… afhverju að gera í dag, það sem maður getur gert á morgun…?

Frí daginn eftir… alvarlega svekkt útí tölvuna, og enn með háfjallaveiki… what to do? Beint að sofa… án þess að taka til. Gluggakistan notuð sem glasa/nammihilla, púðinn á skjön, talvan bara skilin eftir í fússi (ekki Fúsi), sófinn orðin alltof gamall og hálfétin kókkassi á gólfinu.

Og síðan þegar maður vaknar og horfir yfir hamfarasvæðið, ergir maður sig á að þurfa nota heilaga frídaginn sinn í tiltekt!

Og hellir meiru kaffi í bollann, lokar augunum og hvorki sér né heyrir þegar Vaskur kókisti tætir kókkassann í atomeindir…

2013-05-27 09.09.22

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En tiltektin verður að bíða lengur… fyrst verð ég að klára hlaupabloggsfærsluna fyrst ég byrjaði á henni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *