Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá ’13

Get bara ekki sleppt því að blogga um seinasta hlaup… svona til að tryggja að samfélagið sé með það á hreinu að ég sé alvöru „skokka“ (kvk. orð yfir skokkara). Eða þykist vera það. Vinnan heldur það, þið haldið það, nágrannarnir halda það, allir sem ekki eru sjálfir í skokkinu halda það. Og það lætur mér líða betur… finnst ég vera hollari hraustari og stæltari. Í þetta skipti var það kvennahlaupið íslenska í Sönderskóginum. Það er bara boðið upp á 3 og 5km, svo ég varð að taka 5. Þetta er óformlegt hugguhlaup, engin tímataka, allir vinir og ekkert keppnis. Svo fær maður litsterkan bol!

Þetta var í 5ta skiptið sem ég tók þátt.

8115_4121092143571_303317062_n

Reyndar er þetta misskilið hlaup… þetta er jú huggulegt… og flestar eru vinkonur… en þetta er KEPPNIS… og það er tímataka… það eru allar með úr eða endomondoapp!

Í ár voru bolirnir grænir… það hlaut að koma að því!

Kl. 10 á laugardagsmorgni var myndataka.

941140_10201475312951213_1120386407_n

Við gátum því miður ekki verið undir sama tré og venjulega því það var ekki búið að slá grasið í skóginum. Eins var sólin lágt á lofti (eða puttinn á Billa ljósmyndara lágt niðri).

Kl. 10.06 var horft með nautsaugnaráði í augun á hvort annarri og krafsað í jörðina.

Kl. 10.07 var kveikt á Endomondo.

Síðan sprettum við úr spori… og það var sko keppnis. Það var það mikið keppnis að ég ákvað að droppa myndatökum á ferð.

Eftir hlaupið tók ég myndir…

2013-06-08 10.43.25

 

 

 

 

 

 

 

 

Aníta Raketta Stefánsdóttir vann hlaupið… hún er eini unglingurinn á myndinni fyrir ofan. Begga var nr. 2 og Stína nr. 3. Aníta er ekki mennsk skokka… það á engin sjens í hana. Begga er of markviss og fer eftir pirrandi prógrömmum til að bæta sig… og bætir sig endalaust. Stína er bara Stína og það skilur engin afhverju hún getur sprettað svona… hleypur sjaldan, er með ónýt hné, ónýtar mjaðmir og ónýtt bak en er líklega með ígræddan motor í rassinum… eða er kókaínisti.

2013-06-08 10.43.46

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er hún Heiðbjört… hún var nr. 5 í mark. Hún er eðlileg. Eins og ég. Ég var nr. 4 í mark og hún nr. 5. Það er eðlilegt. Við vorum ýkt glaðar með tímann okkar. Aldrei haft svona góðan tíma. Enda vorum við þokkalegar óvinkonur á leiðinni og engin miskunn. Ekkert spjall. Ekkert klapp á öxl. Engar lausar reimar.

973175_10200501198585370_1243649123_n

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta var ekki auðvelt, skal ég segja ykkur!

2013-06-08 10.51.16

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er vinningslið 3km kerruflokksins. Þórey, Hjördís, Selma og Hulda. Þær villtust reyndar og komu sömu leið til baka og við byrjuðum. Þetta tók víst á!

Síðan tók ég ekki fleiri myndir því það komu ekki fleiri í mark. 9 konur skiluðu sér ekki.  Við hinkruðum. Og hinkruðum. Og fórum að undrast. Eftir ca 20 mín. var ákveðið að senda út leitarflokk. Þær voru líklegast orðnar að villingum (villingar er fólk sem villist). Stína og ég vorum sjálfkjörnar því við vorum á hjólum. Við hjóluðum af stað í sitthvora áttina, svona eins björgunarsveitir gera. Fljótlega sá ég aftan á 4 villingaskokkur vera koma í mark úr nokkuð vitlausri átt. Seinna kom í ljós að þær höfðu farið 7,3km.

Þá vantaði bara 5 villingaskokkur. Við hjóluðum þvers og kruss og útum allt. Spurðum gangandi, skokkandi og ríðandi manneskjur sem urðu á vegi okkar, hvort þær hefðu rekist á „grænar skokkur“… Og okkur var vísað í ýmislegar áttir. Loksins fundust 3! Og þá vantaði bara eina villingaskokku. Eftir 20 mín heildarleit voru allar fundnar. 10 mín seinna kom ég með hópinn í mark. 30 mín leitaraðgerð var lokið. Mér leið eins og hetju!

En ég kunni ekki við að taka myndir af villingsskokkunum…

Þetta var samt frábært hlaup… passlegt veður, skemmtilegur félagsskapur og takk Guðrún fyrir að sjá um þetta. Það eina neikvæða fyrir mitt leyti var liturinn á bolnum í ár… Ég er ekki græn! Aldrei! Nema hermannagræn. En ekki svona græn… Hagkaup, Herbalife, Hungary, hashplanta, Hyundai (græn)…!

2013-06-08 14.59.50

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *