Háttatími og spurningarspil… þessi færsla krefst svolítillar dönskukunnáttu til að vera dómbær.

Við fjölskyldan þurfum hjálp… eða meðferð. Eða góð ráð.

Við verðum að fara fyrr að sofa. Ef ég t.d. er á 5 dagvöktum í röð, er ég nærri dauða en lífi í lok þeirrar tarnar. Að vakna kl. 6 á nóttunni er ekki fyrir spendýrategundina.

Nú þarf Svalan mín að vakna kl 6 á hverri einustu virku nóttu allt þetta skólaár. Ég finn svo til með henni. Og til að hún haldi sönsum, er ekkert annað að gera en að fara fyrr að sofa… öll fjölskyldan. Og þar vantar okkur mega góð ráð. Ég leyfi mér samt að hafna eftirfarandi ráðum:

  • drekka te kl 21
  • drekka camillate kl 21
  • drekka svefnte kl 21
  • taka svefnlyf
  • taka magnyl
  • taka panodil
  • taka önnur lyf
  • stilla klukkuna og láta hringja kl 22
  • hlusta á róandi tónlist
  • fara í göngutúr fyrir háttatíma

Ef þið lumið á góðum ráðum… deilið þeim með okkur.

Annars verður unglingsstelpan mín mjög þreytt áður en langt um líður.

7274440206_ae414f3ac8_z

Eftir kvöldmatinn var ég tína upp drasl af gólfinu eftir hvolpinn og hellti þá ekki húsbóndinn hálfu glasi af vatni oní buxurnar hjá mér… ég varð náttúrulega frekar pisst og reyndi að kýla hann í miltað. Þá sagði hann bara að ég ætti að þakka fyrir að þetta hefði ekki verið djús…?!? Þakka fyrir???

Hans hjartansmál síðastliðið ár hefur verið Quiz battle (qb), spurningarleikurinn sem Lifandi vísindi gerði.  Reyndar varð Edward Snowden líka hjartansmál í vor… það er líka sanngjarnt og á að vera hjartansmál hjá öllum. En qb tilveran hefur snúist um að vinna alla í þessu spili. ALLA. Hann á ekki marga ofjarla… kannski einn jafnjarl. Síðan vildi hann spila við mig aftur (ég er búin að vera í qb pásu í nokkra mánuði). Hann fékk það í gegn að spila þema og valdi scientifiction. Vísindaskáldsögur! Finnst EINHVERJUM það sanngjarnt?

Ætla að sýna ykkur nokkur brot úr leiknum og leyfa ykkur að dæma hversu mikil sanngirni sé í þessu spili…

2013-08-19 21.46.38

Ég heiti alrun… takið eftir stigaskorinu…

2013-08-19 21.46.51

Veit einhver mannvera þetta?

2013-08-19 21.47.03

2013-08-19 21.47.36

Og hvaða mannvera gæti vitað þetta???

2013-08-20 21.28.54

Einungis geimverur eiga séns í þessar spurningar…

En svo fórum við í annað spil og ég fékk að velja þemað… og ég valdi heimssöguna og nú á ég smá séns.

2013-08-19 21.51.24

Smá upphitun í gangi…

2013-08-19 21.52.31 2013-08-19 21.52.46

Sko nú á ég séns!

2013-08-20 21.48.01

En þessar Vísindaskáldsöguspurningar… my God!

2013-08-20 21.58.09 2013-08-20 21.58.31

Svona er þetta allt hjá mér… rautt! Svona væri þetta hjá honum líka ef ég hefði valið respirationspatologi sem þema… Reynið svo að sannfæra mig að þetta sé sanngjarnt…!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *