Kosningarnar í Sönderborg

Sveitarstjórnarkosningar eru að bresta á og við hérna á Möllegade erum extra spennt því frumburðurinn fékk sinn fyrsta kosningarseðil í póstkassann í dag.

2013-11-12 21.34.00

En það er ekki hlaupið að því að ákveða hver af þessum bráðgreindu cirkusstarfsmönnum fær okkar atkvæði.

Í vinnunni í dag fóru umræðurnar á háa cið og engin sammála um neitt, nema….

images (1)um Lars Lökke. Grey’ Lars… hann er enn á allra vörum. Og eftir að hafa fylgst með fréttunum í DK og á RUV í allt haust, þá verð ég meira og meira sannfærð um að hann sé pabbi Sigmundar Davíðs.

images

Þeir eru báðir ljósskolhærðir, bláeygðir, feitlagnir, fölir, síhrasandi, málhaltir og óskýrir.

Semsagt, báðir með eindæmum óheppilegir!

Og þessi kenning mín um faðernið meikar alveg sens þar sem konan hans Lars er færeysk.

En sveitarstjórnakosningarnar snúast ekki um þessa tvo.

Eins og ég nefndi áður, var okkur heitt í hamsi í vinnunni í dag. Til að róa okkur settumst við við sína tölvuna hver og tókum próf.

Ekki var það til að bæta ástandið því við fengum allar sömu niðurstöðu…

download

Okkur var ráðlagt að kjósa Gunder með eplið… Segið mér… afhverju lætur hann mynda sig með epli?

Svala benti mér á annan gaur sem býður sig fram í Aabenraa…

largeclick_PFS_4242 lille opløsning

Afhverju lætur maðurinn mynda sig með smáhund??? Og er hann ekki einum of brúnn? Veit hann ekki að ljósabekkjabrúnka fór úr tísku 2007?

Borgarstjórinn okkar sem hefur setið í 4 ár var ca. svona þegar hún var kosin…

69879_1080_1800_0_0_0_0

Mörgum leist vel á hana, þessa vinarlegu og huggulegu konu. En síðan hvarf hún bara og það hefur varla sést til hennar í 4 ár! Þangar til hún birtist skyndilega á kosninarplakötunum hérna fyrir nokkrum vikum og hefur greinilega gengið í gegnum miklar breytingar!

3833-e1381852606266

Hún er 62 ára. Þetta er eina plakatið fyrir utan húsið okkar sem lifði storminn af um daginn. Á eftir, þegar ég fer út með Vask, klippi ég kannski plakatið niður… ég get bara ekki horft á það lengur! Það verður mitt fyrsta prakkarastrik síðan á unglingsárunum.  Og nú bý ég á móti löggu! Ef ég þori get ég alveg eins gengið alla leið og póstað plakatinu og mér á fb.

Við mæðgur höfum rætt möguleikana fram og til baka og erum að verða sammála um hver fær okkar atkvæði.

kleinschmidt1

Hann er svoooo sætur! Bara verst að hann talar suðurjósku en við þurfum svosem ekkert að hlusta á hann… bara horfa!

Góðar kosningar samlandar í DK og munið að skila seðlinum ykkar!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *