Bitstrippaði komandi kennslustund í hjúkkuskólanum.

Var ég nokkurntíma búin að segja ykkur að það var hringt í mig frá hjúkkuskólanum um daginn og ég beðin um að kenna? Eina kennslustund í desember. Sú sem hringdi í mig var ein af mínum uppáhalds kennurum hér í denn og það var sú sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að senda mig til Grænlands. Nánar tiltekið til norður Grænlands… Qaanaaq! Norðar kemst maður varla á eðlilegan hátt! En ég fór aldrei… því var ver og miður. Tók húsakaup framyfir… þakið yfir höfuð fjölskyldunnar fram yfir ævintýraþránna. Reyndar hef ég sjaldan tekið jafnskynsamlega ákvörðun… Og Qaanaaq bíður betri tíma.

Allavega, gamli kennarinn minn sem ég hef ekki séð í 5 ár, hringdi síðasta föstudag og spurði hvort ég vildi kenna? Ég: „já!!!“

K: „Frábært… 5. desember?“

É: „Já!!!“

K: „Frábært“

É: „…Öhhh en í hverju á ég að kenna…?“ Stundum er ég einum of fljót að segja já! Spáið í ef þetta hefði verið kennsla um vefjagigt, augnsjúkdóma, kynsjúkdóma eða annað þvíumlíkt.

K: „Var að spá í hvort þú myndir ekki kenna nemendunum hvernig þeir eigi að haga sér í verknáminu… þeas hjá ykkur á sjúkrahúsinu?“

É: „…Ahhh jú jú“

Og síðan spjölluðum við fram og tilbaka og kvöddumst.

Ég var rosalega ánægð… fannst þetta pínu heiður… að ég skuli vera beðin… og valhoppaði inn á deild og sagði öllum frá sem ég mætti.

Standard svarið var:

„ÞÚ??? Átt ÞÚ að kenna fólki að haga sér???“

2013-11-27 20.54.52

Ég bitstrippaði þetta með það sama! Afþví að ég er að verða ögnvirðulegri, er ég búin að skipta um föt inn á Bitstrips. Komin í virðuleg kennsluföt… hvíta skó, svartar stuttbuxur, svartan magabol með göddum á bringunni og í rauðan jakka. Hugsa að það sé bara fullkomið outfit fyrir kennslukonu eins og mig.

2013-11-27 22.11.39

Annars er hellingur að gerast inn á Bitstrips… ekki er öllu deilt á Facebook og vonandi eiga þeir eftir að þróa þetta aðeins meira enda virðist þetta vera það nýjasta í símabullinu þar sem snapchattið er við það að líða undir lok.

Annars fór ég í klipp og lit í gær… var orðin svoddan lubba!

F tók fyrst eftir breytingu í dag og sagði: „Er þetta ekki svoldið dökkt?“

É: „Nei, bara venjulegt“

F: „Þú ert eins og Rúmeni“

É: „Ha?“

F: „Já eða sígauni“

Það á ekki af mér að ganga… Þetta hjónaband gengur fram af mér dauðri!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *