Blaut kjötferð til Flensburgar

Í dag fórum við til Flensburg til að kaupa svínahamborgarhrygginn og annað smálegt. Það tekur okkur ca 40 mín að keyra heimanfrá og leggja bílnum í miðbæ Flensburgar. Við gleymdum að taka með okkur jólatónlist og í þessar 40 mín zappaði ég á milli tuga útvarpsstöðva í leit að jólalagi. Fann ekki eitt einasta.

Við versluðum hrygginn og svo þurfti ég að fara á göngugötuna að skila hlaupabuxum sem ég hafði keypt í fljótfærni um daginn. Ætti að vita betur að vera ekki að kaupa „vetrar“ hlaupabuxur því ég dey úr hita!

2013-12-21 15.52.49

Veðrið var blautt… VerULegA BLAUTT! Svo blautt og sorglegt að helmingur fjölskyldunnar baðst vægðar og vildi bíða í bílnum. Það var ok því göngugatan var álíka sorgleg og veðrið… Það var ekki kveikt á jólaljósunum og hvergi heyrðist jólatónlist.

2013-12-21 15.27.38

Við hröðuðum ferð okkar áfram og fórum í goskaup á landamærunum.

Aldís var e-ð eftir sig eftir gærkvöldið og var síður að nenna þessari ferð.

2013-12-21 16.08.43

Nennti ekki einu sinni að labba sjálf og það endaði með að við nenntum ekki að hlusta á hana og lögðum henni hjá andfýlutöflunum.

2013-12-21 22.04.05

Svala fann Toblerone en þetta var lagt aftur í hylluna því við borðum ekki hvítt.

2013-12-21 15.56.27

DK í dag… dönsku fánalitirnir skarta sínu með Flensburgarfjörð í bakgrunni.

2013-12-21 15.57.58

Hreinskilnislega sagt… þá er ég orðin hundpirruð og pist útí þetta veður! Mig vantar örugglega D-vitamin og ég leysist bráðum upp ef það rignir meira á mig!!!

2013-12-21 16.33.12

Það eina sem maður upplifir utan dyra er myrkur og bleyta… þegar ég kem inn aftur er ég drullug upp að hnjám!

Eeen… í gærkvöldi horfðum við á fréttirnar á Íslandi og þar var verið að fjalla um einstæða karla sem eiga ekki kost á öðru en að leigja herbergi í atvinnuhúsnæði, því húsnæðisverð er svo hátt. Herbergin eru í misjöfnu ástandi og maðurinn sem talað var við, leigir 37 fermetra herbergi á 90.000kr. Hann er 70tugur og nær endum saman með því að lengja vinnutímann sinn. Það var sýnt inní eitt 15 fermetra herbergi (55.000kr) og var það heldur ámátlegt og ójólalegt. Ég vaknaði upp og leit í kringum mig í litlu stofunni minni… á öll tækin okkar, allar bækurnar og á yfirpuntaða gluggann…

IMG_1575

… og varð skyndilega verulega þakklát og meðvituð um hvað ég hef það gott… Og hversu ótrúlega margir hafa það ekki gott, sérstaklega á þessum árstíma! Og hafa ekki efni á né getu til að punta gluggana sína né kaupa kerti! 

Svo skítt með veðrið… ég er svo heppin að geta kveikt á kertum (skítt með mengunina) og haft það notalegt í hlýju húsi með nóg pláss.

Hlustum á Pálma syngja Gleði og friðarjól og verum góð hvort við annað.

Með ást <3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *