Saklausa Sönderborg…?!?

Í gærkvöldi varð bruni í stigauppgangi í blokk hér í Sönderborg. 75 manneskjur voru fluttar í burtu með strætó og slökkvilið úr nálægum bæjum komu og aðstoðuðu.

7064507-snderborg281213_b

(myndin er tekin af netinu)

Fólkið er aftur komið heimtil sín, fyrir utan 9 fjölskyldur sem misstu heimili sín og flestar eigur sínar á svipstundu. Þetta var íkveikja. Fæstir í þessum íbúðum eru með heimilistryggingu. Engin slasaðist.

Í gærkvöldi fór ég á næturvakt. Í þessi ár sem ég hef unnið á sjúkrahúsinu hef ég kannski farið 3svar sinnum á bílnum í vinnuna. Í gærkvöldi var ég orðin alltof sein og auk þess að skríða upp úr mjög alvarlegri pest og því sérhlífnin í hámarki. 

2013-12-29 20.10.29

Hvíti krossinn sýnir að ég var nær dauða en lífi… blóm hefðu verið afþökkuð en í staðin hefði mátt gefa andvirði blómanna til Nýrnarfélags Íslands, Amnesty, Björgunarsveitanna á Íslandi, Pussy Riot og Mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna.

Allavega… þetta með að fara á bílnum í vinnuna… ég varð óttaslegin um leið og ég hafði tekið ákvörðunina. Á litla bílastæðinu við gjörgæsluna hefur verið brotist inn í fleiri bíla en ég hef tölu á í haust. Einhverjum er verulega í nöp við hjúkrunarfræðinga og þetta ætlar engan endi að taka. Byrjaði snemma í haust og síðasta innbrot var 22.des. Hátt í 10 vinnufélagar mínir hafa orðið fyrir barðinu, ásamt öðrum frá öðrum deildum. Einn morguninn var meira að segja öllum dekkjunum stolið og settir mjólkurkassar undir í staðin… það hafa verið 2 svoleiðis tilfelli.

Þótt ég hafi enn ekki tengst bílnum okkar neinum tilfinningarböndum (annað en gömlu Accord), þá er ég ekki að fara að punga út fyrir einhverri sjálfsárbyrgð bara fyrir að hafa farið á bílnum í vinnuna. Ég endaði á að leggja í lítilli hliðargötu.

Semsagt, á meðan fólki er keyrt í burtu í strætó frá brennandi blokkinni sinni sem einhver kveikti í, þá parkerar maður bílnum sínum fyrir vinnuna með svipaðri tilfinningu og þegar maður parkerar í Harlem (held ég)

Svona er Sönderborg í dag! 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *