Hjónaleikir

Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei sagt ykkur frá hjónaleikjunum sem ég og vinkonurnar höfum verið að finna upp á… svona til að lífga upp á annars um og yfir 20 ára gömul og þreytt hjónabönd!

Eftirtaldir leikir eru til frjálsra afnota og það er bara ein regla, makinn er alltaf karlkyns! Annars er þetta ekki skemmtilegt.

Sprengjan; maki liggur flatur í sófanum og á sér einskis ílls von. Kastarinn tekur gott tilhlaup, helst úr öðru herbergi, hleypur á fullri ferð og kastar sér á makann og öskrar „SSSPREEENGJJJAAAA“ um leið. Í þessum leik þarf að taka tillit til þyngdar… æskileg þyngd þess sem kastar sér er undir 70kg. Viljum engin meiðsli! Það er líka hægt að kasta sér á börnin sín. Þau hafa ógurlega gaman af og herðast bara á þessu. Við höfum notað þennan leik mikið síðustu 10 árin og notum enn.

Móðan; maki liggur flatur í sófanum með gleraugun sín. Móðarinn þykist ætla að kyssa hann en andar í staðin kröftuglega á annað glerið í gleraugunum og tekur mynd strax á eftir og póstar henni á facebook (eins og hér). Þetta er sjúklega skemmilegur leikur sem allir hafa gaman af!

524315_4332736394545_657311662_n

Plokkið; maki liggur nakinn undir sæng upp í rúmi algjörlega grunlaus. Plokkarinn læðir höndinni undir sængina og togar í eitt líkamshár. Maki byrjar að víkjast undan og leikurinn gengur út á það að toga í eitt og eitt hár útum allan kropp. Makin byrjar oftast að berjast um en það er um að gera að halda bara áfram. Í okkar tilfelli er Sigfús ekki sá besti til að leika Plokk með, því hann hefur aðeins 17-18 hár á bringunni og örlitla ljósa lýju á löppunum. En það eru margir aðrir karlmenn æskilegir í þennan skemmtilega leik svo endilega prófið.

Ég á enga mynd af þessum leik því Sigfús verður bandóður í hvert skipti sem ég reyni að taka mynd undir sænginni hans. 151012_10200102478062658_1718685939_nEn í staðin á ég gamla dónamynd af okkur í rúminu. Horfið framhjá henni ef hún fer fyrir brjóstin á ykkur.

Sugan; maki liggur annarshugar í sófanum og maður þykist bara vera að ryksuga… en skyndilega tekur maður hausinn af og skellir stútnum á höfuðið til að gera merki. Mikilvægt er að taka mynd og pósta á facebook.

992548_10202227877836324_1426772636_nGlossinn; makinn situr í sófanum, réttir manni kaffibollann sinn og heimtar kaffi í hann. Í staðinn fyrir að salta kaffið, er gott að smyrja bleikum varagloss á allan kantinn. Makinn verður skínandi ánægður!??!

IMG_5063

Gangi ykkur vel og vonandi hafið þið eins og gaman að og ég…

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *