dagdraumar og bianco

Vorum á djamminu á Ringgade í nótt og þess vegna mátti ég sofa lengi í dag 
Reyndar svaf ég ekkert rosalega lengi… heldur vaknaði og sparkaði Fúsa og Svölu fram úr og leyfði Aldísi að liggja við hliðina á mér því hún truflar ekkert mikið og getur alveg farið í sama gírinn og ég, bara í minna magni. Ég er náttl að tala um eitt af því sem ég get ekki verið án…. DAGDRAUMARNIR mínir… elska þá… auðvitað missýrt innihaldið í þeim en samt svo gáfulegir #$&!##%… Hef heyrt að sumt fólk dagdreymir ekki… hvernig er það hægt… hvernig lifir þetta fólk heimilisstörfin af??? Eða langar keyrslur eða hjólatúra eða ræktina eða sólbaðið??? Fatta það bara ekki. Í morgun dagdreymdi mig innanlands… pínu sorglegt en samt svo gott.

Fúsi fór að keyra Svölu í afmæli nr 2 um helgina… hann fór í hvíta þrönga bolinn sinn svo að flottu brjóstin hans nutu sín til þess ítrasta og hann er bara svo sætur… ég er smask ástfangin í honum þessa dagana. Bara svo þið vitið það.

Aldís Anna litla barnið mitt sem þarf að borga fullorðinsgjald á ýmsum stöðum núna… (ég er í losti) er að fara niðrí bæ á eftir að kaupa sér skó… og það er ekkert Mia Maja eða skofus dæmi… nei aldeilis ekki… (ég er í losti)… hún er að fara í Bianco… (enn meira lost)… hún ætlar að kaupa sér skó í BIANCO… nr 36 (ég er ekki að fatta þetta)… litla barnið mitt… þetta er meira sjokk en þegar hún fór að kaupa sér föt í ONLY…
En verðlega séð er þetta engin munur… sem betur fer ekki hyperdýrt í Bianco… ekkert dýrara en venjulegir barnaskór… þetta er semsagt ok á meðan hún heldur sig frá Skogalleri´inu… bara ég sem má fara þangað inn!!!

Í dag er haustfagnaðurinn hjá íslendingafélaginu… yes. Hef ekki mætt undanfarin 2-3 ár. Mætti ekki á síðasta stjórnafund því ég tók bæjarráp að kvöldi til framyfir og þessvegna ákváðu þau að refsa mér… og refsinguna á ég að taka út í dag… ooo hlakka svo til!!!
En bíðið bara… ég hefni mín á ykkur stjórnameðlimir… er að skipuleggja hefndina… hlakka til að hefna mín…

Góða helgi

One Response to “dagdraumar og bianco

  • Ohhh…. og ég missti af þér á haustfagnaðinum 🙁 Geri bara ráð fyrir því að þú hafir staðið þig vel. Svo er bara að muna að láta ekki eitthvað bæjarrölt ganga fyrir fundum hehehe…
    Eigið góða helgarrest
    Kv. Begga