SICKO

Fórum í bíó í kvöld… í annað skiptið að sjá SICKO.
Haderslevkino er alveg fínt kino… betri sjoppa en hér heima… enda varla annað hægt… en rosalega heitt í kinoinu og hefði mátt vera hærra í hljóðinu…
Borðuðum á einhverjum stað fyrst og ég fékk enn einu sinni varla neitt nema gras… Er alveg að fá gubbuna (fyrir löngu) fyrir iceberg… þetta er í 3ja skiptið á ca viku sem ég fæ varla annað en iceberg á kaffihúsum… þetta var ekki svona. ég er sko ekki týpan sem ét 600g af ávöxtum og grænmeti á dag… og kaffihúsin fá mig ekki til þess.

Var á kursus í dag… e-ð sem „vejlederinum“ datt í hug að senda mig á því hún nennir ekki að kenna mér sjálf. Þetta var EPJ (elektronisk patient journal = rafræn sjúklingaskýrsla) kursus… ég hélt fyrst að þetta væri e-ð sem allir 6.annar nemarnir fengu sjálfkrafa… nei nei ég var sú eina, innan um nýráðna lækna og nýútskrifaðar og ráðnar hjúkkur. En ég var mjög glöð og þakklát vejlederinum mínum. Hún er nýbúin að byggja hús og veit allt um hvar maður fær bestu þjónustuna og ódýrast og flottast. ÞEtta þrennt þarf sko að hanga saman. Þannig að stundum dettum við í að vera b-hjukkur og tölum um húsakaup og byggingar. Annars er hún venjulega nokkurnvegin pjúra A-hjúkka… ekkert að röfla um hundinn sinn eða krakkana. Það er sko stór munur á A og B hjúkkum. segi kannski frá því seinna.
gn.

Comments are closed.