hver man ekki eftir tupperware???

Fyrsta nágrannaboðið er í höfn… Lisbeth bankaði upp á í fyrradag og bauð mér á tupperwarekynningu með nágrönnunum… get nú ekki sagt nei þótt áhuginn á tupperware sé enginn.

Í næstu viku er próf… munnlegt… mín veikasta hlið í prófum. Fékk vejleder (leiðbeinanda) í dag… loksins eftir margra vikna/mánaða formlegt vejlederleysi. Búið að vera pínu stressandi og óþægilegt því maður er pínu í lausu lofti. En nýji vejlederinn minn sagði að hún vissi að allt hefði gengið vel… auðvitað er haft auga með manni 😉 þannig að núna er ég alveg nokkuð róleg. Væri alveg það versta að þurfa lengja praktikina eða hreinlega falla… Nú þegar veit ég um 3 í bekknum mínum sem eru fallnir.

Við höfðum rosalega góð jól og áramót… alltaf e-ð að brasa og inn á milli var hittingur og kjöt. Þurfti einmitt nauðsynlega á kjöti að halda og fékk ekki nóg… langaði ekki í pasta á þriðja í jólum.

Milli hátíðanna komu svo loksins geisladiskahyrslurnar… höfðum sérpantað frá einum af hönnuðum Georg Jensen sem heitir Arne Jacobsen og býr á Spáni. Hringdi í hann í byrjun desember og sagði að þetta hastaði. Hann var til í að hanna eftir mínum óskum á mettíma og 27.des komu synir hans svo með þetta hingað heim. Kemur bara fínt út en töldum vitlaust og því vantar okkur 3 boxið… Arne Jacobsen sagðist geta reddað þessu með vorinu. Þar fór baðherbrgispeningurinn…

En nú hlusta ég allavega á geisladiskana mína… gerði það nefnilega ekki þegar þeir voru undir rúmmi í rúmboxi.
Ætla svo að biðja Verner Panton um að hanna blaðagrind handa mér.

Við erum alsæl hér á Möllegade og fyrstu gestirnir melduðu sig formlega í gær.

Húsmóðursgenið er komið upp á yfirborðið… ég sem var vissum að það gen vantaði. Ok, það er ekki risastórt en það virðist allavega vera húsmóðursgen sýnist mér. Miklu skemmtilegra að gera e-ð heimilisstarf hér en í fyrri hýbýlum…

Nú er bara að bíða eftir að stytti upp og hlýni um “et par” gráður svo ég geti/nenni að ryksuga bílinn hérna heima….

One Response to “hver man ekki eftir tupperware???

  • Sammála þessu með hitann, bíð líka eftir aðeins hlýrra og þurrara veðri til að ég nenni út að ryksuga bílinn, þörfin samt orðin ansi mikil fyrir slíka framtakssemi.
    kv. Begga