Sjónvarpssprenging … næstum því!!!

Þann 21. oktober minnti vinkona mín mig á að hlusta á nýju plötuna hans Leonards. Þetta er eitthvað sem maður gerir ekki í margmenni né í annarri ægðarlátastemmingu. Loksins, loksins í dag, kom stundin þar sem ég var ein heima (í það minnsta á miðhæðinni), myrkrið var skollið á og eftir krefjandi dag var stemmingin tilvalin. Ég setti Leonard á fóninn og hækkaði vel.

IMG_0566

Kveikti á kerti og naut þroskaðar raddarinnar sem fyllti út í híbýlið. Ég ætla ekki að endurtaka vel smurðu ástarjátninguna sem ég birti opinberlega á netinu fyrir um 10 dögum síðan því ég held að flestum sé orðið ljóst hversu heitt ég elska þennan karl skarf. Ég sem sagt, blandaði mér bara í glas, reykti camel út um eldhúsgluggann og leyfði tárunum að renna í takt við rigninguna … Þangað til bóndinn kom heim og algjörlega snaaar bilaðist yfir kertinu sem var víst of nálægt sjónvarpinu?!? Honum er nokkuð sama um andlegt ástarsamband mitt í sameiginlegri stofunni okkar, en kertið!!!  Ég mældi fjarlægðina, það voru 23cm á milli logans og skjásins. Rólegur gæskur! En Sigfús tilkynnti mér að ég hefði getað sprengt sjónvarpið í loft upp! Eigum við að ræða gleðispillihugtakið nánar eða???

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *