#FreeTheNipple

Tölum fyrst aðeins um geirvörtur. Þessi yndislegu fyrirbæri. Byrjum samt á að leiðrétta þann misskilning að geirvarta sé ljótt orð. Og allra síst ljótasta orð íslenskrar tungu eins og hefur verið sagt. Orðið geirvarta þekkist úr forníslensku. Geir þýðir spjót eða oddur. Varta er einhversskonar húðbóla. Ef ég væri stóra systir Helga Seljans hefði ég rassskelt hann fyrir að segja í Kastljósinu á fimmtudaginn að „frelsum geirvörtuna“ hljómaði hræðilega. Fyrir framan alþjóð á besta sendingartíma.

Þá eru það brjóstin. Brjóst eru ekki kynfæri, heldur kynnæmissvæði, eins og geirvartan. Það sem gerir brjóstin á konum svona stórmerkileg er hversu mörgum hlutverkum þau gegna. Þau næra, örva og fegra. Og þau fara í hlutverk. Þegar þau næra, þá tárast fólk yfir fegurðinni, þegar þau sóla sig, þá dáist fólk að fegurðinni og þegar þau taka þátt í kynlífi, þá grípur fólk andann og það kviknar í.

En ekki öllum er vel við þau. Instagram vill ekki sjá þau, heldur ekki facebook. Ekki nein einustu brjóst. Heldur ekki þegar ungabörn eru að sjúga þau. En þeir leyfa hinar ýmsu ofbeldismyndir og ofbeldismyndbönd. Hvort sem það eru bláar og marðar konur, eða lítil börn sem standa í röð og eru slegin í andlitið af kennaranum sínum. Það fjarlægir facebook ekki.

Þessi blessaða siðgæðisnefnd þeirra er greinilega með siðgæðið á hreinu og telur sig vera í standi til að dæma hvað sé rétt og rangt, gott og vont. Hvernig á að vernda okkur fyrir ósómanum. Einn Norðfirðingur spurði Facebook hvort hún væri fáviti. Hann fékk ekki svar.

Ég vil mikið frekar sjá brjóstið á sextugri frænku minni sóla sig en kennara slá sautján uþb. 8 ára börn í andlitið.

Það eru alltaf einhverjir sem misnota fegurð brjóstanna eins og hefndarklámið hefur sýnt. Þar sem einhver hefur komist yfir mynd í einkaeigu eða trúnaðarmynd og farið ílla með hana.

Um það snérist meðal annars FreeTheNipple dagurinn í vikunni. Að setja mynd af sér út á netið af fúsum og frjálsum vilja, mynd sem maður sjálfur á og ræður yfir. Þá er ekki hægt að misnota hana. Allar myndirnar sem ég sá voru staðreyndarmyndir -„þetta er brjóst“. Engin af þeim myndum sem ég sá, var tekin til að örva kynferðislega. Engin setti sig í kynþokkafullar stellingar. Þessar stelpur eru ekki heilalausar, þær vissu nákvæmlega hvað þær voru að gera. Þetta var úthugsað á svipstundu og vel rökstutt.

802027

FreeTheNipple -þvílíkt framtak!

Þetta var rætt fram og tilbaka á minu heimili og Svala sagði meðal annars: „mín kynslóð er bara svo rosalega sterk“.

Ég er innilega sammála henni. Þetta unga fólk í dag er þorið og veit hvað það vill. Það vill réttlæti. Svo einfalt er það.

21292-nipplur-al--ingi-810x936

Ein verður fyrir aðkasti vegna brjóstamyndar og við því er brugðist. Án þess að hika. Því þessi kynslóð lætur ekki vaða yfir sig og er svo gáfuð að hún þekkir muninn á hvenær brjóst eru kynferðisleg og hvenær ekki. Annað en margir aðrir.

Í morgunþætti FM957 var tekið viðtal við Maríu Lilju sem studdi framtakið og Hlyn Kristinn sem var algjörlega á móti aðferðarfræðinni. Hlynur vill meina að brjóst séu kynfæri (ekki samt leggja hann í einelti, hann veit bara ekki betur) og allir gagnkynhneigðir menn sjái allir alltaf brjóst sem kynferðisleg. Já há. Það er athyglisvert. Gaman að vita að krabbameinslæknirinn fái ALLTAF með standpínu við hvert brjóst sem skoðað er. Svo skulum við víkka þetta aðeins, einnig karlkyns kvensjúkalæknirinn fær ALLTAF standpínu við hverja píkusýn og tala nú ekki um kvenkyns þvagfæraskurðlækninn sem ræður bara ekkert við sig innan um alla typpalingasjúklingana. Ég man hvernig þetta var þegar ég var á þvagfæraskurðlækningadeildinni. Ég varð bara að melda mig veika sí og æ því ég varð svo kynferðislega örvuð. Álagið við að handfjatla mörg typpi daglega var gífurlegt… Haldið þið að þetta sé rétt? Nei sem betur fer. Í augum heilbrigðisstarfsstarfsfólks eru kynfæri og brjóst bara líkamshlutar.

Æ ég verð eiginlega að láta viðtalið út. En þið lofið að leggja strákgreyið ekki í einelti. Hann getur ekkert að þessu gert. Og talar sem betur fer bara fyrir sjálfan sig en ekki allan karlpeninginn. Því ef einhverjir hafa verið ötulir stuðningsmenn FreeTheNipple þá eru það sterkustu strákarnir.

Ýtið hér

Svo við höfum það á hreinu, þá eru kynfæri og brjóst aðeins kynferðisleg þegar við sjálf viljum. Og það er það sem FreeTheNipple gengur út á.

Ég er stollt af unga fólkinu sem hratt þessu af stað og skapaði mjög svo þarfa umræðu.

Þau sem hafa verið á móti og gagnrýnt þetta, hafa aftur og aftur vitnað í ungu stelpuna sem hljóp grátandi út úr strætó. Einmitt þessvegna er FreeTheNipple þarft. Það þarf að koma því inn í kollinn á krökkunum að brjóst eru ekkert til að skammast sín fyrir og að brjóst séu jafn ólík og þau eru mörg. Ekki einu sinni hægra og vinstra brjóst er eins. Að karlmenn séu líka með brjóst og að þau séu líka misjöfn og heldur ekkert til að skammast sín fyrir. Vissuði að lýtaaðgerðir hjá körlum hafa aukist um 30% á síðustu 10 árum. Þar af eru brjóstaminnkanir fjórða algengasta lýtaaðgerðin.

Einnig hefur gagnrýnin gengið út á að of ungar stelpur sem vita ekki hvað þær séu að gera séu að setja brjóstamyndir út á samfélagsmiðlana. Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að allar uppreisnir gangi snuðrulaust fyrir sig en einmitt í þessu tilfelli er kjörið tækifæri fyrir foreldra og skóla að tala við börnin og upplýsa þau. Það var nógur tími. Það var ekki eins og átakið væri í felum.

Hér heima hjá okkur tölum við mikið um þetta, aftur á bak og áfram. Lesum bæði stuðnings- og gagnrýnispistlana og reynum að sjá þetta frá báðum hliðum. En stuðningshliðin verður alltaf ofan á. Auðvitað styðjum við frelsisbaráttuna og að við höfum valdið til að velja. Að börnin okkar hafi öll sömu möguleika og að þau séu virt eins og þau eru.

Heima hjá okkur erum við feministar því við viljum að réttur til menntunar sé jafn óháð kyni, að launin séu jöfn óháð kyni, að atvinnumöguleikar séu jafnir óháð kyni. Við erum mjög á móti mannsali, kynbundnu ofbeldi, klámvæðingu og vændi.

Meira að segja hundurinn okkar er feministi.

Nafnskiltið hans týndist og ég fór í dýrabúðina til að láta gera nýtt.

Fyrst skoðaði ég gráar plötur en rak svo augun í fallega bleika og sagði að þessi væri flott. Unga konan í búðinni sagði já, ef að þetta er tík. Ég sagði að þetta væri karlhundur og að hann væri feministi.

Síðan fyllti ég út blaðið með upplýsingunum um Vask.

Þegar skiltið var tilbúið og ég fékk það í hendurnar, sagði ég: „Vá hvað þetta er fallegt, hann verður mjög ánægður með þetta“.

Afgreiðslustelpan: „já, ef að þetta er einhver stelpuhundur (tøsehund) og ranghvoldi í sér augunum“.

Ég: „Hann er ekki stelpuhundur, hann er feministi.

IMG_1320

 

Áfram Y kynslóðin!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *