Skraufa þurra mangóið.

Eftir að áfengisgreinin mín birtist í Kvennablaðinu finnst mér ég eiginlega vera orðin „fræg“. Í það minnsta hafa mjög margir skoðun á mér sem persónu. Eins og maður leyfir sér opinberlega með fræga fólkið. Skyndilega varð ég umdeild, næstum eins og t.d. Marta María. Pírataflokkurinn reif mig í sig inn á lokaðum facebookarhópi, svipað eins og hýenur rífa lítið lamb í sig. Það lá nú bara við að mér sárnaði. Grunlaus eins og ég get verið, þá var ég óviðbúin. En þetta fylgir víst frægðinni, ég verð að læra að lifa með þessu.

Í beinu framhaldi frægðarinnar ákvað ég að breyta um *Snapchat stíl og gera eins og fræga fólkið. Ég var eiginlega að deyja út á þessum vettfangi, ekkert gaman orðið lengur. Þangað til ég breytti.

*Snapchat er samskiptamiðill þar sem sent eru stutt vídeó eða myndir af ónauðsynlegum hlutum eða aðgerðum.

Í gær hrúgaði ég inn snöppum á „My story“ af mangói sem draup ekki úr.IMG_1438

Alveg skraufaþurrt. Kom ekki dropi. 

IMG_1436

Kannski svolítill raki efst uppi á endanum. Eins og þetta svæði glansi. 

IMG_1429

Er þetta bóla? Eða varta? Skiptir ekki, ég stakk þessu upp í mig, tugði og kyngdi.

Nærbuxurnar hans Fúsa slæddust líka með á snappið. Þá byrjuðu athugasemdirnar að streyma inn.

„Dagný! ekki senda snap af nærbuxunum hans Fúsa!!!“

Nei Guð, lofa að gera það aldrei aftur! Fyrirgefið mér.

Eða: „Dagný! sendu fleiri snöp af naríunum hans Fúsa, helst öllum!!!“

Jesús, þið ykkar sem báðu um þetta eru nú pínu klikk finnst mér.

En ég fékk líka þónokkrar fyrirspurnir um mangóið. Afhverju það drypi ekki úr því, hvort ég hafi sjálf þurrkað það, hvort ég væri að selja þurkkað mangó?

Vá, mér þykir óendanlega vænt um að þið skuluð hafa svona mikla trú á mér. Að það hvarfli að ykkur að ég geti sjálf þurrkað mangó. Ein og óstudd.

Nei, á meðan ég get farið í Kaupfélagið og keypt tvo 60g poka á tilboði á 42 danskar krónur, ætla ég ekki að fara út í það djobb að þurrka mangó. 120g fyrir 42 danskar krónur!!! Hreint gjafverð!

Góða helgi

Alrun snappari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *