alrun.com

Eins og sannur Íslendingur ætla ég að alhæfa að Frakkar eru allir ömurlegir… enda forsetinn snarklikk… að hann skuli klæmast svona í síma við bráðgáfaða og háttvirta manneskju eins og hana Sarah Palin… jeminn eini!

Nei, auðvitað eru allir Frakkar ekkert ömurlegir… og besti Frakkin er Prins Henri!

En allavega, þarna um kvöldið, þegar ég hélt að allt væri farið, Fúsi svartsýnin uppmáluð og gaurinn á chattinu líka, var eins og slökkt hefði verið á takka á mér. Ég uppgötvaði hversu óheyrilega vænt mér þykir um síðuna og bloggið mitt og missirinn var svakalegur. Ég fór að sofa, því það beið mín dagvakt daginn eftir. Ég reyndi að lesa en gat það ekki. Breyddi því bara sængina upp fyrir haus með dynjandi hjartslátt og algjörlega tóm inní mér. Ok, veit þetta er bara dauður hlutur, en ég elska oft dauða hluti… á eftir að gráta þegar hárblásarinn minn deyr (hann er 11 ára).

Bloggið er líka e-ð sem maður sjálfur hefur skapað síðastliðin 4 ár, e-ð sem maður fær reglulega hrós fyrir og e-ð sem er algjörlega ég. Maður vill ekki að það glatist.

En við vorum svo græn að halda að við værum bara „nobody“ i heiminum og að engin hefði áhuga á að hakka okkar síðu… þessvegna litlar öryggisráðsstafanir!

En Fúsi minn… snillingurinn minn… vann í marga klukkutima um helgina og náði öllu til baka… nema bloggið lýtur út eins og „kryptiskur“ texti… þarf að laga allt manuelt. Vá hvað það á eftir að taka tíma.

Þegar ég mætti á dagvakt kl 7 á laugardagsmorguninn bunaði ég sólarsögunni út úr mér… vinnufélögurnar voru þrjár. Tvær sýndu skilning en ein sagði: „ ej, er det ikk bare sådan ”123blog” noget…?”

Ég sagði: „á ég að lemja þig?“

Nei, auðvitað sagði ég það ekkert… en útskýrði vandlega fyrir henni að þetta væri ekki bara „eitthvað“… og gerði heiðarlega tilraun til að útskýra fyrir henni heimasíðuheiminn. Hún skyldi ekkert… hún er sú eina í vinnunni sem ég hef ekki þolinmæði fyrir… hún talar svo mikið! Hún talar svo mikið að mig langar svo að segja við hana: „Du taler for meget, skal jeg holde din kjæft“?

En ég segi ekki neitt. Og stundum segi ég alls ekki neitt, en samt talar hún!

Í gær var ég í fríi. Finnst ég eiga svo fáa frídaga þessa dagana… bara svona einn og einn.

Notaði daginn í gær í garðvinnu og bílþvott.

Rakaði mest öll laufin í óteljandi hrúgur og fjarlægði íllgresi sem er vonlaust að spotta þegar allt er þakið í laufum. Klippti líka kúlutréð fyrir veturinn.

Fór svo í ullarvettlinga og tyrkish uppþvottahandska og þvoði bílinn… hann var alveg að mygla að utan.

Afhverju eru bílashampoo ekki með góðri lykt sem festist við bílinn að utanverðu? Það væri cool. Þá myndi öll P-pláss ilma eins og miðbærinn gerir um miðnætti um helgar.

Farin út í sólina að setja garðúrganginn í kerru.

p.s. takk fyrir andlega stuðninginn vegna alrun.com

2 Responses to “alrun.com

  • Ríkharður Brynjólfsson
    15 ár ago

    Já hefði verið slæmt ef þið hefðuð misst alrun.com lénið, sérstaklega m.t.t. þess að 5 stafa .com lén eru uppseld í heiminum.

    Svona stutt .com lén eru góð fjárfesting.

    Fúsi, drífa sig í að uppfæra WP þú ert að keyra 2.6.3, fara í 2.6.5!

    -Rikki

  • ég sjálf
    15 ár ago

    takk f kvittid Rikki 🙂
    semsagt gód fjárfesting í miðri kreppu…;)
    kv. D

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *