Frydenlund

Eftir 6 ára bið fékk ég að fara í sumarhúsið í Frydenlund…

Sumarhúsaferð sem hófst velundirbúin* seint á föstudagskvöldið í geggjuðu veðri. Við byrjuðum á að kveikja á gasi og olíulömpum og koma okkur fyrir á pallinum til að njóta útsýnisins og uprisu mánans. Löptum hina ýmsu drykkju og fylltum okkur af sælgæti.

Daginn eftir fórum við í aðra studentaveislu og svo aftur í sumarhúsið. Flötmöguðum í fleiri klukkutíma og lásum Laxnes, óþarfa dömublöð og ýmislegt fleira á meðan við héldum áfram að dæla í okkur hinum ýmsu drykkjum og öðru sætmeti. Þegar skyggja tók kveiktum við bál og ég sótti útí bíl „Nýju söngbókina“ sem ég eignaðist um 1992. Við ótrúlega gleði heimilisfólksins söng ég hvert lagið af fætur öðru með minni þónokkuð ryðguðu en yndisfögru söngrödd. Heimilisfólkið við bálið klappaði mig upp hvað eftir annað og kom með hinu ýmsu óskalög úr „Nýju söngbókinni“… Lög eins og „komdu inn í kofann minn“, „ljúfa anna“ og „fyrr var oft í koti kátt“ fengu að njóta sín við eldinn og í tunglsljósinu. Jeminn hvað var gaman! Ég söng og söng! Alveg þangað til ég gat ekki meira… mikið var eiginmaðurinn niðurdregin þegar ég varð að hætta. Þau urðu reyndar öll leið.

Um morguninn vöknuðu við mæðgur kl 0500 og færðum kodda okkar og sængur útá pall og fylgdumst með morgunsólinni þangað til við sofnuðum aftur og sváfum í 4 kl.t. Fengum okkur síðan tilgangslausan morgunmat (þurrfóður í pakka) í lágréttri stöðu, héldum áfram að lesa Laxnes og óþarfa dömublöð og var varla risið upp af pallinum fyrr en komið var að hádegi. Dagurinn fór svo í vikinga kubb (ég vann), krikket (ég vann ALLTAF), sund í sjónum og meiri lestur og meiri mat.

Síðan þurfti að taka til og þrífa…

Ekkert mál að taka til, ganga frá, bera í bílinn ( sem var mjög langt í burtu því vegurinn fór í sundur í vetrarhörkunum í vetur), vaska upp, sópa, skúra, þurrka af… en hvað með klósettið sem heitir Porta Potti??? hver átti að taka það??? Hver átti að fara útí skóg og grafa holu og hella oní??? Mikið svakalega var ég rosalega snögg að gera ALLT hitt svo að hægt væri að réttlæta að við gerðum jafnt! Ég meika ílla klósett… ég sem á erfitt með að kaupa klósettpappír! Var reyndar að láta mér detta í hug svoldið sniðugt. Ætli sé ekki hægt að fá klósettpappir sendan heim í svörtu plasti, svona eins og þegar maður var áskrifandi af bleiku og bláu hérna í gamla daga? Þá myndi engin fatta að maður keypti klósettpappír! Skil ekki fólk sem kaupir fleiri hundruði klósettrúllna af lions eða íþróttafélögum… „bank bank, viltu kaupa 370 klósettrúllur svo að við komumst í óþarfa fótboltahelgarferð til New York?“ Yeah right… glætan, allt fólk myndi hugsa: „jæja, þessi ætlar nú bara að vera á klósettinum næstu árin…“

Allavega tæmdi Fúsi minn Porta Potti á meðan ég spjallaði við nágrannana í Frydenlund 🙂

* Velundirbúin – þýðir að hafa verslað ýmislegt ónauðsynlegt góðgæti, bæði hollt og óhollt fyrir ótrúlega mikin penging, bakað, tekið spil með, tekið nóg af sólkremi með, fullt af lesefni og sólglerugu.

One Response to “Frydenlund

  • Ágústa
    14 ár ago

    Það er bara til eitt orð yfir þig: Snillingur 🙂
    Skil þig vel með klósettið og pappírinn, neyðist samt til að kaupa pappír öðru hvoru og hugsa oft til þín þegar ég kaupi 3 WC pakka á tilboði og labba með það útúr búðinni… ætli allir hugsi eins og Dagný??? 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *