Hver er hann og hvað er hann?

Er þetta Fúsi? Eða er þetta heimilislaus maður sem sat fyrir á dagatali heimilislausra árið 2018? Eða er Fúsi orðinn heimilislaus eftir að hann eldaði grófu hrossabjúgun heima hjá sér og kominn á forsíðu dagatalsins? Þetta er allavega skuggalega líkt Fúsa ef vel er rýnt.

Kann Fúsi virkilega að spila á hljóðfæri? Hefur hann leynt því fyrir mér síðan 1993? Pabbi hans er harmonikuleikari svo að það væri fullkomnlega eðlilegt að Fúsi hefði erft taktinn. Hefurðu hann þá verið laumuspilari alla okkar sambúð?
Hvað er eiginlega í gangi?

 

One Response to “Hver er hann og hvað er hann?

  • Sigrún
    1 ár ago

    Þetta er eins og blanda af pabba og Fúsa. Pabbi á neðri hlutann og Fúsi efri. Ég veit ekki hver getur átt hljóðfærið, vegna þess að það er örugglega ekki pabbi 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *