Meira en tilbúin í ræktina …

 

Sumarið 2018 ákvað ég í miðjum veikindum, að endurhæfa mig med det samme. Ég sótti mér fræðibækur á bókasafninu, fór á námskeið og tók þakklát við öllum góðum og nytsamlegum ráðum, leiðbeiningum og gullkornum annarra. Ég nýtti mér nánast allt sem var í boði. Mér fannst það ekki erfitt, það lá fyrir mér – þetta var og er  það sem mér finnst skemmtilegt að gera. 

Vorið 2020 byrjaði ég að vinna og það hefur verið vitsmunalega (cognitive) erfitt. Eiginlega klikk erfitt. Sjálfstraustið molnaði og heilinn hefur hundrað sinnum verið örmagna. Núna, akkúrat núna, er ég að líma saman sjálfstraustið og ég get meira en að vinna, elda mat og fara út með Vask. 

Það má eiginelga segja að ég hafi verið í hugrænni endurhæfingu í næstum 30 mánuði. 

Núna er ég loks tilbúin í ræktina. Ég hef ætlað að byrja í sex vikur en dregið það og dregið. Almættið veit hversu erfitt þetta er fyrir mig – ræktin hefur aldrei verið mín uppáhalds iðja. En ég þarf á henni að halda. Ég þarf að vera sterkari. 

Mín kenning er sú að það er tæpast hægt að endurhæfa allt í einu – huga, vinnu og líkama. Nema um ofurmanneskju sé að ræða. Ég er ekki ofurmanneskja. Þess vegna hef ég forgangsraðað minni endurhæfingu eins og ég tel vera best fyrir mig. Og ég hef staðið mig gríðarlega vel. 

Núna eftir örfáar mínútur, er blaðamannafundur með forsætisráðherranum. Hún er að fara tilkynna hertar aðgerðir. Hingað til hefur mér verið slétt sama um líkamsræktarstöðvar. Núna er mér alls ekki sama. Ég er tilbúin í þriðja kafla í endurhæfingarbókinni minni. 

Plís Mette, ekki loka ræktinni. 

Kær kveðja 

Dagný ræktargella. 

P.s. Myndin er frá því í dag. Ég bara varð að skrásetja þessi kaflaskipti hjá mér. Með mér á myndinni er minn helsti stuðningsaðilli, hvetjandi og spangólandi að venju. 

One Response to “Meira en tilbúin í ræktina …

  • Margret
    3 ár ago

    já , það er skrýtið ástandið í heiminum í dag ! Gott að þú átt góðan stuðning í fallega hundinum þinum. Gangi ykkur vel ??

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *