Sprelllifandi risaeðla.

Í dag átti vinur hans Fúsa leið hjá og kom í einn kaffibolla. Ég var á efri hæðinni að ryksuga. Hann var búinn að sitja smá stund þegar ég kom niður og heilsaði. Hann heilsaði á móti og sagði: „Ég var að segja við Fúsa að heimilishjálpin væri að gegna skyldum sínum … he he he“.
Ég svaraði: „Ert þú risaeðla risin upp frá dauðum og sloppin út úr safni?“
Hann hló.

Hvenær deyja risaeðlur endanlega út?

One Response to “Sprelllifandi risaeðla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *