Fredericia…

Ég er nú ekkert að grínast í ykkur en ég var að renna niður 4 kökusneiðinni í dag!  Þýska gellan sem er flutt inn til okkar keypti nefnilega köku og það var sneið nr. 4 í dag. 4 mismunandi kökur á ósköp venjulegum miðvikudegi.

Og hver er svo ástæðan? Jú, þetta menntunarcenter er bara snilld.Og þetta bed and breakfast er líka bara snilld. Venjulegur dagur eins og dag líður svona…

Sofum út og ég fer í sturtu sem nr 2. Afþví að ég er meiri svefnpurka en gella nr 1 og með síðara hár en gella nr 3. Sturtuferðin gerist um kl 7.25. Kl. ca 8.00 er ég alveg tilbúin… en nei nei ekkert liggur á því við þurfum ekki að mæta fyrr en kl 9.00. Þessvegna setjumst við niður í kampavínslituðu leðurstólana og glápum á sjónvarpið og huggum okkur með lítin bolla kaffi og örlitin bút af hrökkbrauði. Síðan leggjum við af stað kl 8.35 og komum í skólann kl 8.45. Jebb þið lásuð rétt… 8.45. Þeir sem þekkja mig vita að ég myndi aldrei mæta korteri fyrr í neitt nema af einhverri sérstakri ástæðu! Hér í Fredericia mæti ég korteri fyrr af fúsum og frjálsum vilja! Við fáum nefnilega morgunmat! Og það ekkert smá flottan!!!

Ég kasta mér yfir Fredericia´s morgunverðarhlaðborð… tek mér fyrst eitt rúnnstykki og eina bollu. Alvöru smjör og eina alvöru ostsneið, og ágætis klípu af gamaldags brie. Þar á eftir set ég heimalagað marmelaði í litla skál og „en ordenlig klat“ af heimatilbúnu súkkulaðismjöri með pistasíuhnetum í, í aðra skál. Ég hoppa yfir þurrfóðrið, skyrið og annarsslags leiðindar skyndimorgunmat. Síðan kem ég að kökunum… í morgun voru 4 tegundir í boði! Ég tók bara eina. Og eitt glas frískpressað blandað juice, eina servíettu og einn hníf. Þetta fer ég með inn í skólastofuna. Sækji síðan kaffi með rjóma úr, úr kaffi automatinum sem við megum nota frítt allan daginn. Í gær fékk ég mér kaffi með rjóma í, café au lait, austurískt kaffi og te. Í fyrradag fékk ég mer kaffi með rjóma og heitt kakó.

Í dag fékk ég mér kaffi með rjóma og capuccino. Þessi automatur er snilld. En morgunmaturinn er samt mesta snilldin. Kl. 9.00 byrjar kennslan… þá er allskonar fræðiefni þvingað inn í hausinn á manni þangað til næsta pása kemur… kl 9.45. þá fer maður og pissar… á tandurhreinum wc´um og alveg hellings pláss. Þegar maður lokar hurðinni kemur tónlist. Svona róandi tónlist sem fær mann til að slappa vel af og taka þvaglátinu með ró. Röðin er líka alltaf mjög löng! En á wc´unum er soft close-seta, sápuskynjarar og kranaskynjarar (e-ð fyrir mig sem vill snerta sem minnst inn í svona klefum). Síðan er farið aftur inn í restaurantinn og fyllt á morgunmatardiskinn (t.d. hálf bolla og ein kaka). Og svo er það bara allt um Shock´in fjögur fram að hádegi. Þá kaupir maður sér einhverja geggjaða sandwich eða pizzu fyrir sama og ekkert… síðan eftir hádegi er „blóðstorknunarkerfinu“ troðið inn í hausinn á manni af öllum krafti, með smá köku/ávaxtapásu. Kl 15 förum við heim til bed and breakfastið okkar. Löbbum kannski lítin túr meðfram Lillebælt og síðan er það lærdómur og hvítvíns og/eða rauðvinspimp til kl 21.00

Semsagt sældarlíf hérna í Fredericia sem maður vonandi verður svakalega gáfaður af!

One Response to “Fredericia…

  • Hæ Dagny,
    Heppinn að fá svona góðan mat. Hlakka til að sjá þig á föstudaginn. Ég er í heimsókn hjá ykkur 🙂
    Fúsi og stelpurnar eru búin að kenna mér íslensku.
    Kv. Drotningin í Englandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *