Chili og Gintberg…

Frídagur í dag eftir aðeins 4ja daga skólaviku! Ástæðan: jú Hr. Jacob Birkler var aflýst og kennslan hans flutt til 16. mai. Daginn eftir ferminguna hennar Svölu, daginn sem hún fer á „blå mandag“ og daginn sem húsið er enn fullt af gestum. Sé mig ekki í anda, vakna kl 5.50 til að keyra upp í Fredericia og hlusta á þennan þvílíka heimsspeking sem mig annars dauðlangaði að hlusta á. Kommon, ég á 2 bækur eftir hann! Annars er það seinnitíma vandamál sem maður ætti ekki að vera velta sér upp úr á meðan Nippon (Japan) er í rúst og grey Gaddafi á von á slatta af F 16 vélum beint í face´ið.

Annars held ég þetta verði fínn frídagur… 2 skífur rúgbrauð með svensker på í maganum og bolludeig í lyftingu í kithenAid. Hef ég einhverntíman sagt ykkur að ég er þokkalegt svensker-fan? líklega ekki, en ég er það!

Einu sinni sagði góð vinkona mín við mig að hún ætti ótrúlega leiðinlega fjölskyldu. Maðurinn hennar og börnin hennar 2 væru eiginlega alveg óþolandi. Þetta myndi ég aldrei segja… bara hugsa. Í gær þegar ég kom heim var tekið á móti mér með eftirfarandi 3 setningum:

  1. hvað ert þú að gera hérna?
  2. afhverju ert þú heima?
  3. átt þú ekki að vera í Fredericia?

þrátt fyrir að hafa sagt 18sinnum um síðustu helgi að ég kæmi heim á fimmtudaginn! Greinilegt að sumum vantar ekki suma, þegar sumir eru að heiman og sumir eru heima!

Þar sem engar móttökur voru og ekkert tilbúið, þurfti ég að versla og elda matinn, þreytta skólapían… ákvað samt að elda góðan mat eftir rúgbrauð í kvöldmatinn síðastl. 3 daga. Eldaði kjúllaréttinn hennar Lonnyar og sparaði ekki Sambal oelek svo allt sunnan við nýru, sveið. Hálffullorðnu börnin kvörtuðu og kveinuðu og staðhæfðu að þær væru bara börn og að það væri ekki í lagi að elda svona sterkt handa börnum. Svala hélt einnig fram að maður fengi niðurgang af chilie og það ætti ekki að setja það í mat nema með íllri nauðsyn. Ég var ósammála og sagði henni að bara fólk með aula maga/þarma kerfi og hundar fengju niðurgang af chilie og það þyrfti að vera í miklu meira magni en 4 tsk sambal oelek i meðalstórt eldfast mót. Hvor okkar ætli hafi rétt fyrir sér?

Mér fannst allavega Lonnykjúllarétturinn rosalega góður… og hlakkaði til kvöldsins í faðmi fjölskyldunnar sem var btw enn í chokki afþví að ég kom „óvænt“ heim og ruglaði kerfinu þeirra. Já, var alveg vel hamingjusöm þangað til ég heyrði auglýsingu í sjónvarpinu um að Bingo Banko væri að byrja aftur… Það er versti sjónvarpsþáttur síðasta áratugar, ásamt fitubolluþáttum, íslensku þunglyndisveðurfréttunum og curlingfréttum. Bingo Banko er hávaðasamur, stjórnlaus fjölskylduþáttur sem er sýndur á föstudögum og eyðileggur helgina fyrir manni. (og vinsamlegast engin komment um að maður geti setið í sófanum heima hjá sér og unnið skíðaferð, þvottavél og leikhúsmiða, langar ekkert í svoleiðis).

En svo birti til þegar Gintberg á kantinum, með fransk hotdog í hendinni, ók útur Nysted á Garðdráttarvél sem hann hafði keypt hjá puslumanninum. Snilldar sjónvarp sem ég mæli svo innilega með fyrir alla sem skilja talaða dönsku og sérstaklega fyrir landsbyggðarhvolpa!

Hef ég annars nokkurntímann sagt ykkur að ég hef hitt Gintberg á Penny og hann strauk niður eftir bakinu á mér því það var svo mikið af fólki og ég komst ekki hjá því að nudda mér uppvið hann þegar ég var á leiðinni út og heim. Gleymi því aldrei… þetta var líklega árið 2007. Dauðsexy gaur!

Ég er farin í helgi… með P4 og bollum í ofninum! Góða Helgi kæru íslendingar 🙂

One Response to “Chili og Gintberg…

  • Heiðbjört
    13 ár ago

    Sammála þér með Gintberg horfði óvart á síðasta þátt og lá eiginlega í krampa 😀

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *