google translate rocks ;)

Mikið hlakka ég til að fara heim á morgun… enda ekkert pláss eftir í mínum takmarkaða minnislausa heila.  Í þessari viku erum við búin að læra um lifrarsvik, búkspýtukirtilsbólgu, um sýruna og basann, um áföll, um öndunarvélarmöguleika og á morgun lærum við um svæfða sjúkl. f. hádegi og ónæmisbælda og ígrædda sjúkl. e. hádegi. Síðan er það örstutt helgarfrí í vorhita!

Ég elska google translate… þaðan fæ ég öll þessi ísl. læknisorð. Ég á örfáar ísl. facebookarhjúkkuvinkonur og hef þurft að nota google translate ef þær statusa á ísl. læknamáli. (Fyrir þá sem ekki vita, þá lærði ég hjúkkuna í DK, hef aldrei unnið á ísl. sjúkrahúsi og kann því ekki þetta mál)

Um daginn var ég e-ð að spá. Og translataði ýmsum pissuástöndum.

„Anuri“ þýðir að maður pissar akkúrat ekki neitt og á íslensku heitir þetta „þvagleysi“

Oliguri þýðir að maður pissar of lítið og kallast það „þvagþurrð“ á okkar ilhýra 🙂

Polyuri þýðir að maður pissar óeðlilega mikið, t.d. við diabetes eða ef pissublaðran manns hefur yfirfyllst (þvagteppa) og nýrum verða alveg rugluð í ríminu og byrja bara að framleiða alltof mikið piss. Og polyuri þýðist samkvæmt google translate sem „OFSAMIGA“…  ég er rétt í þessu að jafna mig eftir hláturskast!

Segir maður þetta við sjúkl á Íslandi?

læknirinn: „já Hr. Halldór, þú verður að leggjast inn því þú þjáist af ofsamiga eftir þvagteppuna þína…“

Við erum með ýmsa kennara, allir góðir nema einn, hann er bestur. Hann er frá Barcelona og hefur unnið útum alla Evrópu. Veit allt, kann allt, hefur upplifað allt og talar fallegustu dönsku í heimi. Hann bætir e’i fyrir aftan flest orðin og svo segir hann „dedde space“ í staðin fyrir dead space. Ef ég ætti nógan pening, myndi ég kaupa hann til Sönderborgar.

Það er komið vel yfir miðnætti, kl „farin að ganga“ 1 eins og mamma segir alltaf (og Aldís og Svala nota óspart). Rokið úti er svakalegt… verð ævinlega þakklát ef engin bíll fýkur útaf Litlubeltisbrúnni og innum gluggann minn. Þá væri skárra ef þakið fyki af húsinu.

Góða nótt og góða helgi 🙂

One Response to “google translate rocks ;)

  • Gvuð þú ert svo fyndin.
    En almáttugur hvað það er flókið að ætla að setja inn eina litla athugasemd! Finnst ég verða að skrifa ritgerð fyrst mér tókst að komast hingað inn.
    FRÆNKAN

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *