Þakkarfærslan

Alveg hreint yndisleg helgi að baki og allir gestirnir farnir. Þá passar að það stytti upp um miðjan daginn í dag, svo að ég geti haldið áfram að sóla mig í friði og ró.

Fermingardagurinn rann reyndar upp bjartur og fagur og uppúr kl 6 fórum við að tínast á fætur eitt af öðru. Við höfðum pantað hárgreislukonu frá Sjálandi og mætti hún hin sprækasta kl 7.30.  Uppáhaldsljósmyndarinn minn í heiminum kom svo rétt á eftir (frá Chile). Enn skein sólin. Förðunarstúlkan sem kom  frá Reykjavík og fékk að gista hjá okkur, var síðan vakin og púðraði hún þær systur. Takk til ykkar!!!

Síðan var haldið til kirkju… nei halló… þarna vorum við ekki enn komin í fötin!!! Ekki allsber í kirkjunni… no go!

Við klæddum okkur og chilluðum því við vorum í svo góðum tíma… síðan fórum við í kirkjuna og þó fór sólin minnir mig.

Kirkjan gekk fínt fyrir utan að fermingurinn minn fékk hláturskast og gat ekki sagt það sem hún átti að segja… Ég var frekar fegin að hún var næst innst og er alveg viss um að ég var sú eina sem sá þetta. En afhverju skyldi ég hafa fengið svona sterka „deja vu“ tilfinningu…? hmm skrítið!?

Þegar út var komið, var vetur í lofti. Við drifum okkur niður í bæ í myndatöku og í 2 og hálfan tíma gengum við um bæinn í haglél, sól, hellidembu, vindi og logni. Fermingurinn var blár í 3kl.t. á eftir.

Veislan hófst og allt gekk snuðrulaust fyrir sig… kærar þakkir til allra sem komu, frá fjæru og næru, takk fyrir allar gjafirnar til Svölu minnar, Aldísar og mín (þótt mínar hefðu mátt vera fleiri). Takk Aldís fyrir að gera leik og takk mamma fyrir að halda ræðu. Og takk Bryndís barnapían mín fyrir að vaska upp og skúra! Já og takk Sloth-Möller og Jörn forstjóri, fyrir að lána okkur salinn. Án ykkar hefðum við frosið í hel!

Síðan var farið heim að chilla… takk Maggi fyrir að hjálpa Fúsa og takk Guðný og Sigga fyrir að hjálpa mér. Takk allir hinir fyrir að vera hjá okkur og skemmta hvort öðru. Það var chillað og chillað og bjórinn kláraðist. Takk Palli fyrir að koma með meiri bjór. Pallabjór var drukkin og örlítið Whiskey og rúmin sótt heim um kl 5.00. Takk Maggi, Eygló, Ben og Fúsi fyrir frábæra nótt! Vekjarinn var stilltur á kl 6.00 og Svölu keyrt í rútuna rétt fyrir kl.7. Leiðin lá til Heidelpark við Hamburg með öllum bekknum á „bláum“ mánudegi.

Mamma stóð í bakstri þó nokkurn hluta helgarinnar, Sigga gekk frá eftir hina og þessa og Maggi sá um að ísskápurinn tæmdist ekki af bjór. Takk takk!!!

Lára gerði JB köku, Ágústa reddaði hinu og þessu, Westergaard fjölskyldan lánaði okkur hitt og þetta, Tove saumaði fyrir mig og A.G. lánaði mér blómavasa. Thanks people!

Einnig höfðum við pantað kokka hingað heim frá Austuríki og Eiðum (svo að gestirnir sveltu ekki, þegar ég var ekki til staðar) og stóðu þau sig með prýði… takk folkens,  fyrir að rústa 6packinum mínum!

Aðeins 2 börn voru á meðal gesta, þau Aron og Helena. Yndisleg börn sem voru svo stillt og þæg alla helgina. Takk fyrir að vera eins og þið eruð, lov u!  (en ekki takk fyrir að fela lykilinn af hjólinu mínu og senda eyrnalokkana hennar Aldísar með Magga til Keflavíkur ;-))

Að lokum, takk öll, fyrir að koma og vera til, ég er farin að þrífa upp eftir ykkur! 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *