skógartúrinn!

Í gærkvöldi fórum við út að hlaupa beikonið og aðra fæðu af okkur. Við völdum skóginn. Á fyrstu gatnamótunum mættum við 2 íslenskum hestum, annar var glófextur og hinn var brúnn og meig á krossgötuna. Að mæta íslenskum hestum gefur svipaða tilfinningu og að mæta íslenskum hundi útá götu. Ég fæ alltaf svona „við skiljum hvort annað“ tilfinngingu. Við héldum áfram að hlaupa og mættum snák sem beit næstum löppina af mér… eða hefði næstum gert það ef hann hefði verið lifandi og með stærri mund. Eftir það villtumst við ca 3, á skala 1-10.

Þegar við loksins komumst á Stenholtvej, flaug risa fluga upp í mig. Er að segja ykkur það… RISA fluga! líklega moskito eða e-ð álíka. Eða einhver risavaxin skógarfluga. Þetta gerðist akkúrat við heimkeyrsluna við sveitabæ. Ég missti andann og byrjaði að kúgast. Reyndi allt hvað ég gat til að æla skrímslinu upp en ekkert gekk. Er vonlaust ælari! Reyndi samt með tilheyrandi hljóðum og líkamstjáningu, þangað til Fúsi sagði að það væri komið fólk útúr húsinu. Ég varð svakalega hrædd og byrjaði að hlaupa. Leit yfir öxlina mína og sýndist ég sjá ca 4 ára stelpu og hund. Með fluguna á sveimi í þörmunum hélt ég áfram að hlaupa, líklega með telpuna og hundinn í hælunum… þorði samt ekki að líta við. Við komumst að Hondu og fórum beinustu leið heim þar sem ég kastaði mér yfir rúgbrauð, súkkulaðiköku, íslenskt nammi og rósavín!

Og það ætla ég að gera næstu 2 vikurnar, þeas, kasta mér yfir hið ýmsa matarkyns, sætt og ekki sætt. Og vona í leiðinni að ég verði snillingur í fx. I:E-ratio, PRVC, shunt, preload, afterload, SIRS og MODS og allskonar þessháttar óskiljanlegum hugtökum og láta mig hlakka óstjórnlega til 8. júni (og 4. júni og 22. mai). Þessvegna kæru vinir, meigiði eigi leiða mig í freisni, heldur halda mér við efnið, því mitt er stressið, prófið og maturinn. Eða ok, eins og ein bæjarferð myndi nú ekki setja heiminn á hvorugan endann…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *