Niðurstöður rannsóknar um hversu fatlaður maður þurfi að vera

Mér hefur lengi langað í skilti í bílinn minn til að meiga leggja í fötluð bílastæði. Ekki vegna þess að þau séu nær, heldur vegna breiddarinnar. Breiddin er alveg brilliant -engar skemmdir á næsta bíl og maður getur auðveldlega sest inn án þess að troða sér inn um 30 cm breiða rifu á hurðinni. Stundum segir fólk við mig að ég sé vangefin. Það er náttl mjög ljótt orð sem fólk á ekki að nota en segir samt að ég gæti flokkast undir „fólk með fötlun“ (nýjasta og flottasta orðið um fatlað fólk).

Niðurstöður rannsóknarinnar er sú að maður fær ekki skilti ef maður er andlega fatlaður, bara hreyfihamlaður. Og ef maður er útlendingur í heimalandi sínu (???) á maður líka rétt á skilti ef maður er hreyfihamlaður. Stundum fæ ég gríðarlegar harðsperrur, eða  vægan íþróttaskaða og á því erfitt með gang. Ég komst að því að það er hægt að chatta við mann hjá Tryggingarmálastofnun ríkisins, held hann heiti Jóhann og er líklega um 50tugt. Ég ætla að spjalla við hann á morgun. Ef ég er útlendingur í heimalandi mínu á Íslandi ætti hann að geta reddað mér fljótt og örugglega. Veit bara ekki hvort ég sé útlendingur í heimalandi mínu á Íslandi eða Danmörku. Ísland er heimalandi mitt og líður mér stundum eins og útlendingi þar þótt ég geti bjargað mér nokkuð vel á íslensku. Danmörk er líka heimaland mitt þar sem mitt heimili (og lögheimili) er þar og líklega er ég útlendingur hérna þótt ég gleymi því og finni ekki fyrir því dagslega. Hvar er ég þá útlendingur í heimalandi? Þetta hugtak „útlendingur í heimalandi“ hef ég frá 6.grein um Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða.

Varðandi fötluð salerni, þá eru þau ekkert fyrir fatlaða (eða hreyfihamlaða) heldur bara fyrir alla. Vissuði það? Sé bara ekki alveg muninn þar sem skiltin eða merkin eru nákvæmlega eins. Mynd af manneskju í hjólastól.

Rampa meiga allir nota… hjúkkit. Um daginn ætlaði ég í Message (fatabúð) og þar var breiður rampur og ég vildi ekki nota hann ef einhver í hjólastól kæmi á fullri ferð og kæmist ekki inn því ég stæði bara á rampinum. En nú veit ég að allir meiga nota rampinn, enda ekkert hjólastólamerki á honum og þessvegna ekkert sérstaklega fyrir hjólastóla.

Lyftur meiga líka allir nota. En kommon, hvar á Íslandi eða Danmörku eru það margar hæðir að venjuleg manneskja þurfi nauðsynlega að nota lyftuna? Næstum hvergi. Fólk hefur gott af að taka tröppurnar -minnkar líkurnar á hjartaæðasjúkdómum, diabetes 2 og fleiri fylgikvillum offitu.

Í rannsóknarspurningunni minni var víst rökvilla. Ég held að ég sé bara að misskilja dæmið svona hrapalega. Mér hefur alltaf skilist að allt óeðlilegt sé fötlun. Einn besti vinur okkar er hálfhandarlaus og við höfum talið hann líkamlega fatlaðann. Til eru líkamlega fatlaðir, andlega fatlaðir, humorsfatlaðir, geðfatlaðir, aktursfatlaðir, siðferðislega fatlaðir, eldhúsfatlaðir og svona mætti lengi telja. En ef ég skil þetta rétt, þá er ekki að vera hálfhandarlaus það sama og að vera líkamlega fatlaður. Heldur bara hreyfihamlaður. Þessi góði vinur okkar er bara alls ekki hreyfihamlaður, hann spilar fótbolta, hjólar racer, siglir, eltir uppi (á nærbuxunum) þjófa  sem stela garðálfum úr garðinum hans og ryksugar. Samt er ég nokkuð viss um að hann geti fengið skilti í bílinn sinn ef hann vill.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *