sjóræningi með uppblásna putta og jarðarberjatígó káfa á kortinu mínu!

Mikið óskapans gott er að koma í sumarfrí til Íslands. Láta súldina belja á sér og vindinn kæla sig niður svo að allt sem skroppið getur saman, skreppur saman. Hanga í sundlaug AusturHéraðs og hitta ættingja, gamla vini og starfsfólk sundlaugarinnar. Fara í Kaupfélagið og sjá að flest er á sínum stað (nema kassadömurnar, þeim hefur algjörlega verið útskift) og rekast á þvílíkt „hottann“ íslending á bak við kleinuhringina sem gerði það að verkum að ég var mjög lengi að velja mér kleinuhring. Þangað til ég áttaði mig á að það voru engir kleinuhringir, allir búnir. Ætlaði reyndar aldrei að kaupa mér kleinuhring, það var bara eina afsökuninn til að dvelja við „hotta“ Íslendinginn sem þó talaði einum of í símann miðað við kyn!

Svo er það Söluskálinn sem á hug unglingana… og hefur féflett mig niðrí tær. 1. daginn fór ég með unglingana, eftir mikið þras og mismunandi meiningar um ágæti Söluskálans, þangað inn og uppfyllti óskirnar um hamborgara. Afgreiðslukonan sem var í sjóræningjabúning með uppblásna putta, bað um kortið mitt þegar ég ætlaði að borga. Ég rétti henni kortið þegjandi og hljóðarlaust að utanverðu, en inní mér alveg snar. Finnst bara mjög óþægilegt þegar fólk káfar á kortinu mínu. Og hvað þá uppblásin puttasjóræningi!  Hvernig get ég vitað baun um handþvott hennar eftir ýmsar ferðir? Kortið mitt er frekar heilagt. Engin snertir það nema ég (mögulega ektamaðurinn). Ekki einu sinni Normenn lengst norður við Lofoten taka af mér kortið. Eftir að hafa eytt 5576kr í söluskálanum í mat sem var frekar langt frá því að vera þess virði og í ís sem var alls ekki eins góður og í minningunni og láta kortið af hendi tvisvar sinnum, fórum við í Bónus (fyrir mömmu). Þar endaði ég á kassanum og Jarðarberjartígóið bað mig um kortið! Enneinusinni! Ég spurði hana hvort hún væri að meina það? Já! Og þá spurði ég hvort hún vildi ekki bara eiga það? Nei! Fólki finnst bara alveg ok, að ég setji kortið mitt, útatað í fingrarförum misjafns fólks oní veskið mitt. Þetta er eina landið sem ég hef heimsótt í mörg ár, þar sem annað fólk káfar á kortinu mínu.

Annað foreldri mitt var að spyrja hvort mig langaði ekkert á hestbak… vissi að spurningin kæmi!

  • Ég: „hmmm veit ekki sko -er í vafa hvort ég kemst upp á“
  • Foreldrið: „hva´ afhverju“
  • Ég: „er bara orðin svo þung aftan á“
  • Foreldrið: „það eru þúfur útum allt“
  • Ég: „er orðin mjög lífhrædd, þori engu núorðið“

Veit alveg hvernig reiðtúrinn yrði… „svona stelpa, láttu hann tölta, já taktu í taumana, láttu hann ganga betur innundir sig, safnaðu klárnum saman!!!“ Ég: „ha, ég er bara í svona skemmtireiðtúr sko“. Og viðkomandi foreldri myndi bara hrista hausinn, sárt og svekkt yfir vonlausri frammistöðu dótturinnar sem svo miklar vonir voru bundnar við í hestamennskunni hérna í denn. Og nú myndi klárinn bara komast upp með að LULLA!.

Ég átti mögulega afmæli í gær eða í dag. Samt meiri líkur í dag, mamma valdi allavega  flottasta dag í heimi 2. ágúst. Til hamingju með afmælið ég!

3 Responses to “sjóræningi með uppblásna putta og jarðarberjatígó káfa á kortinu mínu!

  • Ingi Freyr
    13 ár ago

    Já þetta er alltaf svona bittersweet að heimsækja heimalandið,
    margt skrítið og breytt en annað alltaf eins 🙂
    …. þetta voru samt bara 251.17Dkr sem fóru í sjóræningjan 🙂
    Og til hamingju með daginn þinn skvísan þín 😮

    kv Ingi Freyr

  • Begga Kn.
    13 ár ago

    heheh… það getur nú ekki klikkað að fara í söluskálann á Egs Dagný ;o)

  • Begga Kn.
    13 ár ago

    En ég skil vel að þér finnist frekar óþægilegt að láta kortið af hendi, því að maður er orðinn svo vanur að þurfa þess ekki
    Vona að þú hafir átt góðan afmælisdag
    Sjáumst svo bara vonandi fljótlega eftir að þú mætir aftur í Danmörkina

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *