finnst svo erfitt að vera svona misskilin -líður í rauninni mjög ílla

Þetta líf, þetta líf. Mikið óskapans óskaplega getur það verið erfitt og flókið. Og mikill þvílíkur snillingur sem ég er að gera mér það erfiðara og flóknara fyrir.

T.d. er ég gleymnust í götunni. Nágrannarnir mínir kjafta líklega hver upp í annan á bakvið mig, að ég sé pottþétt með OCD. Afþví að ég labba út í bílskýli og inn aftur og út aftur og hjóla/keyri svo af stað. Næstum alltaf! Og undanfarna daga hef ég keyrt af stað en komið 5-10 mín. seinna og farið inn í hús og aftur út í bíl og keyrt aftur af stað. Ekki afþví að ég er með OCD, heldur afþví afþví að ég gleymi allskonar hlutum. Mjög pirrandi og streituvaldandi.

Síðan er það allt djókið. Hef alltaf talið mig svakalega fyndna og hreinlega velst um af hlátri yfir mínum eigin gæðabröndurum. En vakna svo iðulega upp við að engin annar hlær. Og fólk fer að útskýra lífsins veruleika fyrir mér eins og ég sé hálfviti. Eða leiðrétta mig. Eða verður súrt og sárt og tekur sér síðan góðan tíma í að fyrirgefa mér.

Nú er kosningarbarátta í fullum gangi. Kosningarplaköt upp um alla ljósastaura og allir vilja koma sínum feisum á framfæri.  Mig langar líka að gera svona plakat og koma mínu misskilningsrugli á framfæri. Á plakatinu myndi standa:

  • stelpur, er bara að djóka þegar ég segi að þið séuð feitar
  • strákar, er EKKI að reyna við ykkur (ekki ykkur heldur stelpur)
  • er ekki að velta fyrir mér, hvað ömmurnar mínar og afar hefðu verið gömul ef þau hefðu verið á lífi.
  • hef ekkert á móti fötluðum
  • er ekki dugleg húsmóðir
  • er ekki dugleg að hlaupa (því ég er með þyngsta rass fyrir norðan Afríku)
  • ég er EKKI dagdrykkjumanneskja
  • Fúsi er ekki búin að sparka mér út
  • Ég er að verða að átvagli (þoli samt ekki grænmeti)
  • hef ekkert svakalega á móti mönnum með bluetooth í eyranu og í sokkum í sandölum
  • gerði að sjálfsögðu ekki facebookprofil fyrir Fúsa (hefði aldrei dottið þvílík fásinna í hug)
  • og svona mætti lengi telja

Þetta yrði lengsta plakatið. Og ég yrði væntanlega aldrei misskilin aftur og þyrfti aldrei að upplifa að vera bitur meira.  Ein jökuldælsk facebookvinkona mín statusar stundum á erfiðum tímum að hún vilji láta lóga sér útundir húsvegg. Nú er ég farin í djók(með írónísku ívafi)bindindi og ef mér verður á að missa e-ð fáranlegt út úr mér og vera misskilin enn einusinni, vil ég líka.

One Response to “finnst svo erfitt að vera svona misskilin -líður í rauninni mjög ílla

  • Sigrún
    13 ár ago

    Æji krúttið þitt, knús á þig og ruglið í þér og hættu svo að reyna við mig og farðu og sinntu heimilisstörfunum almennilega annars mun Fúsi að lokum sparka þér út.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *