Barnið mitt er ekki neinn námuverkamaður frá Ástralíu!

Varúð!

Það er járnstöng niðrí bæ, fyrir utan Message, sem stendur uppúr jörðinni og er flugbeitt.

Svalan mín var niðrí bæ í gær með Perlunni sinni og kom heim með rifnar buxur og ca 5 cm fleng í lærinu eftir þessa járnstöng. Þetta sár var það opið og ljótt ásýndar að ég fór með þær stöllur á slysaklinikina og lét klemma þetta saman. Þetta er í 3ja skiptið sem ég keyri fjölskyldumeðlimum á Slysaklinikina á innan við mánuði!

Og já, ég hringdi í kommununa í dag og tilkynnti járnstöngina!

Í gær fóru Svalan, Perlan og restin af bekknum í fitness hjá „grip your weapon“ Allan (eins og hann er stundum kallaður) sem lét þau líklega eingöngu hamast á innri lærvöðvum. Í dag fóru Svalan og Perlan aftur í fitness og voru e-ð að hlaupa og skottast. Nema hvað, nú getur Svalan ekki gengið. Og finnur ógurlega til í náranum. Og við segjum henni að þetta sé bara góður sársauki. En hún segist ekki vera gerð til að finna til. Og við segjum við hana að hún sé ekki nein prinsessa… og þá segist hún ekki vera neinn námuverkamaður frá Ástralíu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *