Vottar Jehova VOL. 3 -Jesús liggur í póstkassanum…

var_turninnVottarnir hafa verið þónokkuð öflugt umræðu efni undanfarnar vikur, bæði hér heima og í vinnunni. Vottarnir hafa líka verið óvenju árásargjarnir undanfarnar vikur og margur bæjarbúinn fundið óþyrmilega fyrir þeim.  Í lyfjaherberginu í morgun, barst talið að þeim enn einu sinni. Allir í lyfjaherberginu höfðu fengið miða með mynd af Jesússi í póstkassann sinn undanfarna daga. Líka unga vinnufélaga mín sem ég vel að kalla Sigríði (vegna persónuverndar og vinnumórals). Sigríður sagðist ekki vita hvað hún ætti að gera við þennan miða… og við hin sögðum henni að henda honum í ruslið…

Sigríður: „gvuuuð, henda Jesús í ruslið… ertu ekki í lagi???“

Ég og hinir: „öhhh?“

Sigríður: „jamen, ég gæti aldrei hent Jesús í rusladallinn, þar dreg ég mörkin…“

Við hin: „Og hvað ætlarðu þá að gera?“

Sigríður: „Jesús verður bara að vera í póstkassanum!!!“

Við hin: „hahah ætlarðu að hafa Jesús í póstkassanum?“

Sigríður: (sem er nokkuð þrjósk) „á meðan ég bý í þessarri íbúð þá liggur Jesús í póstkassanum.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *