Er svo montin, er á barmi sprengingar!

23. febrúar 2012 skráði ég mig í Hraðbrautarhlaupið. 5 km flokkurinn var lokaður og því var það minnsta mögulega 10 km, sem ég vissi að hefði ég  farið létt með ef ég hefði ekki hreinlega hætt að hlaupa í september 2011! En ég skráði mig samt, aðallega til að upplifa hlaupið, svona „once in a lifetime“ dæmi, og ALLIR voru að fara, bæði vinnufélagar, íslendingar, vinir og nágrannar. Ég varð bara að vera með.

2. mars 2012 var mín fyrsta hlaupaæfing, 2 km (ekkert labb). Eftir það var æft þegar tími gafst til, og hlaupið sett í aftasta sæti. Það félagslega, svo sem hittingur, leikhús, bæjarferð, tónleikar, klúbbar og fundir er alltaf í fyrsta sæti, svo er það ræktin, mínir heittelskuðu bootkamp og -motionsboxningstímar koma í annað sætið, vinnan er náttl þarna einhversstaðar á milli og svo var hlaupaæfingum troðið á milli alls hins. Það tókst að ná 7 hlaupatúrum í allt. Vel af sér vikið!!! ikke? tæbl. 7 km langur var lengsti túrinn og þar með hef ég aldrei á æfinni hlaupið 10 km.

Fyrr en í dag… full bjartsýnar og spennu! Samt hvorki með derhúfu né hlaupaúr, en í fínum skóm og góðum buxum með shuffle stútfullan af reiðri tónlist og í yndislegum félagsskab 🙂

Ásamt 9200 öðrum (þetta er samt bara hluti af 10 km hópnum að bíða eftir að fara af stað)…

…hljóp ég 10 km án þess að labba eitt skref, í yndislegu veðri með góðan stuðning frá Red Hot Chili Peppers, Rammstein, Nirvana, Iron Maiden, The Doors, Metallica og Pink.

Sáuði þetta??? 10 km!!!


Er enn að bíða eftir tímanum… F5 takkaræfillinn er orðin beyglaður! En ef ég verð undir 70 mín, þá ætla ég að biðja einhvern um að gefa mér gjöf!

Islandsk idrætsforbund Sönderborg (vantar Einar og Jón, 1/2 marathon töffara) -takk kæru vinir fyrir frábæran dag! 🙂

Ljósmyndari: Sigfús Jónsson frá Fellabæ

2 Responses to “Er svo montin, er á barmi sprengingar!

  • Kristín
    12 ár ago

    Glæsileg 🙂
    Og ljósmyndarinn frá Fellabæ á toppnum 😉

  • Do you mind if I quote a few of your articles as long as I provide credit and
    sources back to your blog? My website is in the exact same niche as yours
    and my users would truly benefit from some of the information
    you provide here. Please let me know if this okay with you.
    Thanks a lot!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *