OneNote

Um daginn viðurkenndi ég opinberlega að ég fattaði ekki hvað „tomtom“ væri og ég fattaði ekki hvað það var því að i umræðunni var bein tenging við Barcelona. Ekki nema von að ég fattaði ekki neitt. Vandræðalegt samt. Það eru margir að gagnýna mig fyrir að vera gera látlaust grín af Fúsa útum allt. (Hann býður upp á það). Þessvegna opinberaði ég tomtom fávisku mína. Til að jafna stigin. En núna er komið upp nýtt sem gerir það að verkum að ég skýst fram úr honum eins og kenýskur OL hlaupari skýst fram úr íslenskri flíspeysufitubollu.

Og ástæðan fyrir að ég ætla að uppljóstra vandræðalegasta og aulalegasta fattleysi í mínu seinnitíma lífi, er sú að nú get ég héreftir gert grín af Fúsa forever!!!

Ég gerði ritgerð árið 2008 og ég er að gera ritgerð núna. Ég byrjaði að skrifa í febrúar. Ég skrifaði í word árið 2008 og ég skrifaði í word þangað til í gærkvöldi. WORD. Já ég veit þetta er ótrúlega aulalegt. Og ég sem var alltaf næstmesti tölvunördin í hjúkkunáminu og var alltaf með nýjasta nýtt og kunni næstum mest.  Samt er ég hálfgerður auli á tölvur og skýli mér oftast á bakvið eiginmanninn og þykist bara kunna e-ð. (Hjúkrunarfræðingar eru oft ekkert miklir tölvunördar svona upp til hópa). Og ég er allavega oftast betri en danir (auðvitað) á tölvu (fyrir utan gegnumreykta gamla sjúkraliðann i vinnuni minni, sem tekur að sér að gera við tölvur og/eða formata þær fyrir alla vinnufélagana). Í gær var ég á kvöldvakt og var að vesenast við að leita að ritgerðunum á intarnetinu sem hinir hafa gert í gegnum árin en fann þær ekki. Ég hringdi yfir á svæfinguna og þá kom ein sem er líka að gera ritgerð (við fylgjumst að) til að hjálpa mér að leita. Í miðju leitarferlinu, spyr hún hvernig ég geri ritgerðina mína? Öhh bara í word. Já, en hvernig hefurðu yfirsýn yfir hana, notarðu ekki OneNote?

Ég: „ég bara skrolla upp og niður og allskonar“

Hún: „prentarðu út?“

Ég: „nei, tilhvers?“

Hún: „afhverju notarðu ekki OneNote?“

Ég: „hvað er það?“ (veit, hefði þarna átt að kasta mér útum gluggann)

Hún (mjög yndæl hjúkka og ekkert hneyksluð) fór að útskýra það fyrir mér… ég var alveg blank. Hún fór yfir á svæfinguna og sótti tölvuna sína og sýndi mér… ahaaaa, jú dóttir mín notar þetta mikið í menntaskólanum. Jú, við erum örugglega með þetta heima í ÖLLUM okkar tölvum… ROÐN!!!

Og hvað er meira vandræðalegt að hafa verið að skrifa ritgerð núna í 3 og hálfan mánuð og bara á gamla mátann. Árið 2008 gerði ég mig líka að algjöru fífli…

Árið 2007 skrifar PC WORLD þetta:

„Første udgave af OneNote kom på banen for små fire år siden som del af Office 2003-familien. Dengang var der ikke rigtig nogen, der opfattede programmet som andet end et kuriøst forsøg på at give salget af tablet-pc’er kunstigt åndedræt.“

Fyrir fjórum árum síðan… árið 2007… og það þýðir árið 2003!!!

Hvar hef ég verið???

Veit bara hvar ég er núna… í himnaríki með OneNote… vá hvað er gaman að gera ritgerð…

…back to work (og bíð spennt eftir að fá tækifæri til að gera grín af eiginmanninum)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *