Eftir langa bloggpásu…

Seinnipartinn var ekta vetrarstemming, svipað og rétt fyrir jól, þegar allt flýtur í jóladrasli, jólapappir, kortum og þessháttar og maður kveikir á kertum útum allt til að skapa jólastemmingu. Í dag var dimmt yfir, krukkur með korni voru á stofuborðinu, annað eins rusl á borðstofuborðinu og enn annað eins á barnum. Hálft eldhúsið flutti augnablik inn í stofu og borðstofu og innan um ranglega staðsetta eldhúsið logaði á 7 kertum. Ekta jólavetrarstemming með drasli og kertaljósi.

Síðan bjó ég til hamborgara, holla. Og engar franskar, bara alvöru kartöfflur. Kl 17 í dag ákvað ég að banna franskar og kokteilsósu á mínu heimili. Unglingarnir klöppuðu af gleði!!! (not). En ég stend við mitt! Kvika hvergi frá.

Það er akkúrat í svona aðstæðum, eldandi hollan hamborgara, sem maður fer að spekulera.

Eftirfarandi atriðum spekuleraði ég í:

-Er eðlilegt að eiginmaðurinn sitji kvöld eftir kvöld og skoði myndir í galaxy note af allsberum stelpum með tattoo útum allt? Hann er búin að sýna mér Jolie 9 sinnum… sömu myndina… og heldur að hann hefi ekki sýnt mér þessa mynd áður… og segir í hvert skipti: „hey sjáðu, er þetta ekki geðveikt sexy?“…  Maðurinn minn fær örari andardrátt bara við að fletta þessum myndum í galaxy! En sjálfsmyndin mín er allsekki  í molum, ég er ekki með eitt einasta tattoo og finnst 99% tattooa mjög ljót og hallærisleg. Þannig að þetta snertir mig ekki!

– Boxhanskarnir mínir eru „made in Pakistan“, hef aldrei átt hlut sem hefur verið búin til í Pakistan og vissi ekki að boxhlutir væru atvinnugeiri þar.

– Þegar fólk segir: „æ, þetta er bara könguló/hrossafluga/eyrnatvistur/geitungur/nætursvermir/dvergsporðdreki, láttu ekki svona“, verð ég alveg snar inní mér. Ég hreinlega þoli það ekki! Um daginn var ég á næturvakt og það var nætursvermir svermandi í kringum mig í 5 tíma. Og þetta var ekkert lítill nætursvermir. Hann var það stór að hangandi loftljósið sem er ca 100cm breytt, rólaði þegar flikkið lenti á og í því. Síðan var ég aftur á næturvakt, þá elti mig dvergsporðdreki meiri hluta næturinnar. Inní lyfjaherbergi, útað centrum, aftur inn í lyfjaherbergi, útað centrum og svona gekk þetta. Og engin hjálpaði mér í hvorugt skiptið. Eiginmaðurinn verður líka alltaf fúll og pirrípí þegar hrossafluga ræðst á mig í svefnherberginu og ég hrópa á hjálp. Fyrir mér er þetta ekki BARA hrossafluga/dvergsporðdreki/könguló/geitungur/eyrnatvistur/nætursvermir.

– Dóttir mín sagði mér að hún ætlaði að fá sér tattoo útum allan líkaman. Að það væri hennar framtíð. Auk þess ætlaði hún að selja pulsur í Köbenhavn! Á ég að hafa áhyggjur?

– Er í alvörunni sárt ef dvergur sparkar í mann?

– Er margt fólk á mínum aldri sem sefur í náttfötum?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *