20 ára kærustuafmæli

Fyrir 3 dögum mundi ég eftir kærustuafmælinu okkar Fúsa. Það er alltaf síðast í febrúar, annað hvort 26., 27. eða 28. feb. Viku eftir að við byrjuðum saman vorum við búin að gleyma hvenær við byrjuðum saman. Og líklega líka afhverju og hvernig…

En síðastliðin 26., 27. eða 28. febrúar áttum við 20 ára kærustuafmæli og engin spáði né gerði neitt. Nema fyrir þremur dögum… þá ákvað ég að gera e-ð sætt. E-ð einfalt, auðvelt, endurnýtanlegt og ódýrt. Hann lá og horfði á sjónvarpið og ég fór að sofa… eftir að hafa reynt að lokka hann með bæði bröndurum og seiðandi augnaráði niður í herbergi. Ég fór semsagt ein að sofa en hafði samt fyrir þessu…

2013-03-06 23.21.44

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta fannst mér ögn rómantísk og pínu broslegt og vonaðist til að eiginmanninum fyndist það sama.

Síðan þá hef ég bara verið að vinna og telja herðatré til skiptist… Í dag var ég t.d. að vinna. Fyrir 2 1/2 ári skipti ég um vinnu, fór frá þvagfæraskurðlækningardeildinni og yfir á gjörgæsluna. Þetta var erfið ákvörðun og þar með erfið skifti. Ég var svo svakalega ánægð á þessari deild! Hjúkkurnar voru margar hverjar algjörir æðibitar, læknarnar voru flestir prins póló og sjúklingarnir oftast hressir karlfauskar sem kunnu svo margar skemmtilegar sögur og það var svo gaman að hjúkra þeim.

Í dag fór ég með einn skemmtilegan prostatakarlfausk (áfram mottumars) upp á gömlu deildina mína, eftir að hafa kjaftað frá okkur allt vit. Ég skilaði honum inn á stofuna sína og fór síðan inn á gömlu skrifstofuna mína… Akkúrat þetta er eitt af því sem ég hef saknað svakalega… þetta elskaði ég!!!

2013-03-08 15.34.07

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útsýnið… langt útá haf út!

Síðan kom ég heim, fór beint niður í herbergi til að skifta um föt (fór í íþróttaföt því það var íþróttatími…) og hvað haldiði að ég hafi rekið augun í???

Þetta- akkúrat þetta!

2013-03-08 17.07.53

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann notar miðann minn sem bókamerki… Er það ekki óendanlega sætt og smekklegt?

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *