Veðrið, ástin og gluggaþvottamaðurinn…

-áður en ég hef skriftirnar vil ég bara minna þau ykkar á,  sem finnst gæðin á myndunum léleg, að þetta eru engar canon myndir, heldur bara símamyndir…

Í dag er þetta endæmis gluggaveður, gullfallegt og sólríkt. En jafnkalt og og það er fallegt. Síberíukuldinn heldur áfram að herja á okkur og nísta okkur inn að merg og nýrum. Þetta er veðrið í dag útum einn gluggann hjá okkur.
gluggi

 

 

 

 

 

 

 

Þegar veðrið er svona verður allt svo miklu skýrara. Það er eins og maður hafi verið nánast blindur og hafi síðan fengið ný gleraugu, eða jafnvel laser augnaðgerð.

Þetta og annað álíka VAR útum allt hús… Ég gekk bersersgang!

ryk

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ógeðslegt og það er alveg sama hversu oft ég fer í horn, loft og veggi, þetta birtist alltaf óvænt og í gífurlegu magni. Þetta er líka svakalega danskt. Man ekki eftir svona rykvefjum á Íslandi. Þetta er álíka danskt í mínum augum og kalk í vatni, tillitsleysi við gangandi vegfarendur á gangbrautum, rúgbrauðsdýrkun og sjálfshátíðleiki (selvhøjtidlighed).

Já það finnst mér… mér finnst sjálfshátíðleiki vera mjög danskt. Þeir halda sjálfir að þeir séu svo frjálslyndir og „lige glad“ en þeir eru það ekki baun, þessir baunar!

Ég reyni allt til að taka sjálfa mig ekki alvarlega og finnst það vera kall mitt að skemmta vinnufélugunum. Um helgina lýsti ég því yfir að ég ætti í fjölmörgum platónskum ástarsamböndum (játaði þó treglega að þetta gætu varla kallast ástar“sambönd“ þar sem ástin væri ekki endurgoldin). Vinnufélögurnar skildu ekki hvernig hægt væri að elska t.d. Jude Law og horfðu skilningsvana á mig… þar til ég mismælti mig og kallaði þetta „patologiska“ ást… Eftir það var hlegið af mínum patologisku ástarsamböndum…

Á milli mismælis og hjúkkustarfa sagði ég öllum sem vildu heyra, uppáhaldsbrandarann minn þessa dagana. Þið fáið hann líka…

Hvað kallast það þegar tveir svertingjar liggja saman í svefnpoka?

twixll

 

 

 

 

 

 

 

Vona innlega að þvagblaðran í ykkur hafi verið nokkurnvegin tóm áður en þið lásuð þennan brandara…

Annars ætla ég að fara að semja og senda heillandi sms til gluggaþvottamannsins okkar. Hann heitir Daniel og er æði! Því miður á ég enga mynd af honum en ég fann þessa á netinu og er þetta sú sem líkist honum mest.

due-date-robert-downey-jr-13938049-850-355

 

 

 

 

Góða vinnuviku fólks

 

 

 

 

 

 

2 Responses to “Veðrið, ástin og gluggaþvottamaðurinn…

  • Sigrún
    11 ár ago

    Veistu hvað? Þetta er aldurinn, það eru svona rykvefir á Íslandi líka. Ég er líka bara nýbyrjuð að verða vör við þá, ég held í alvöru að þeir hafi alltaf verið (kannski ekki samt fyrir austan, það er náttúrulega svo langt í burtu að það er næstum eins og önnur heimsálfa og ég get því ekki sagt hvernig hlutirnir eru þar), en ég held þessir vefir hafi verið til áður, við bara sáum þá ekki, ekki frekar en unglingarnir okkar sjá ekki óhreinu fötin á gólfinu, skítinn í gluggakistunum og matardiskana í kringum tölvurnar.

    • Veistu Sigrún, að ég er nokkuð viss um að svona rykvefir finnast hvorki á austur né norðurlandinu… gæti verið vegna meiri snjóþyngsla. Þvi ég tók eftir þessu á degi 1 í dk. 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *