Með harðsperrur á PINK???

Í morgun var ég kölluð inn til næst hæst ráðanda í „alvarlegt“ viðtal… (hún kallaði þetta sjálf alvarlegt viðtal)… dísus… maður verður alltaf pínu spenntur sko. Ég var látin heita trúnaði… þangað til málið opinberast… á erfitt akkúrat núna… en get fullvissað ykkur um að ég varð glöð… frekar happý bara… eiginlega í skýjunum!!!

2012-11-09 10.00.01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er reyndar meira en hálfsárs gömul mynd, en ég virðist nokkuð glöð á henni. Aðrar myndir af mér í vinnufötunum, sýna mig annaðhvort slefandi, of gretta eða að sumra mati, klámfengna (beraður olnbogi).

Síðan ca. 40mín seinna fáum við sorgarfréttir sem snerti allt starfsfólkið. Gleði mín gleymdist og það dró verulega ský fyrir sólu yfir allri deildinni.

Ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera… glöð, leið, leið, glöð?!?

Seinna sitja 4 hjúkkur og tölvast og ein segir við mig: „… og þú ert á dagvakt á morgun…“

Ég: „já er það?“

hjúkkan: „já, við skiptum mannstu…“

Ég: „já?!?“ og brosti…

hjúkkan: „já þurftirðu ekki að losna við vöknunarvakt því þú varst að fara á PINK???“

Ég: „HA, jú!!!, á morgun???“

Ég: „yeahhhh“

Ég: „ég er að fara á PINK á morgun…“

Ég: „yeaaaaaahhhhhhhh“

Þær eiga aldrei eftir að skilja mig… hvernig ég tek alltaf bara einn dag í einu… í bókstaflegri! Skil það heldur ekki sjálf… hvernig mér tekst að komast í gegnum lífið á einum degi í einu… og mæti í flest og gleymi í rauninni fæstu.

Allavega ég er að fara á PINK PINK PINK PINK PINK 

pink_lead_t460

 

 

 

 

 

 

 

 

PINK er endalaust töff og ég fæ aldrei leið á henni… hún eldist og endist vel, er ekki ofspiluð, lögin eru kraftmikil og endalaust passlega góð (ekki límmiðar á heilann) og ég vildi að ég væri með röddina hennar!

Það er reyndar komið babb í bátinn… ég get ekki staðið upp, ég get ekki sest, ég get ekki gengið og hvað þá hlaupið og alls ekki dansað… hlaupið á sunnudaginn og boxið í gær hafa kálað á mér fótleggjunum… Veit ekki hvort ég kemst nokkurntíma fram úr rúmminu á morgun… ef ég þá man eftir að fara á fætur! En það er fyrst á morgun…

2013-05-29 22.18.30

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *