PINK <3 - Fransk hotdog X-Þ (gubb)

Ég geri eðlilega ekki ráð fyrir að það hafi farið fram hjá neinum að Aldís og ég fórum á PINK í fyrrakvöld. Þvílíka upplifelsið!

Minni á stækkunarmøguleikann á myndunum með Því ad smella á myndina.

Við fórum af stað of seint… settum góða tónlist í bílgræjurnar og stigum bensínið í botn á hraðbrautinni. Þegar maður fer af hraðbrautinni og á venjulegan veg, finnst manni maður vera snígill.

2013-05-30 18.04.16

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá er tilvalið að klóra sér og taka myndir.

2013-05-30 18.53.55

 

 

 

 

 

 

 

 

Um 15.000 manns ætluðu á tónleika… þá er nú guðsgjöf að umferðinni sé stjórnað af konu með harðri hendi.

2013-05-30 18.59.44

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hafði aldrei áður komið í Jyske bank Boxen í Herning og juuu hvað ég hlakkaði til. Boxen var opnað 2010 og var það Lady Gaga sem hélt fyrstu tónleikana. Síðan hafa t.d. Rammstein, Rihanna, Linkin Park, Clapton, , Roger Waters, George Michael haldið tónleika þarna. Einnig er þetta frábær íþróttaleikvangur og var e-ð EM tengt í kvennahandboltanum líka haldið þarna. Núna eru miklar og alvarlegar umræður í gangi hvar Eurovison verður haldið… og koma líklega Boxen og Parken helst til greina… Ég vil fara á Eurovision í BOXEN.

2013-05-30 19.23.18

 

 

 

 

 

 

 

 

Við náðum ekki að borða kvöldmat, né annan mat áður en við fórum að heiman, svo til að tryggja okkur (hafði heldur ekki hugmynd um hvað Boxen hefði upp á að bjóða að innanverðu), stilltum við okkur í röð að pulsuvagni… Það eru svo mörg ár síðan ég verslaði við svona vagn síðast að ég man ekki hvenær það var… huxa að það séu um og yfir 10 ár!

2013-05-30 19.25.47

 

 

 

 

 

 

 

 

Í röðinni rákumst við á „PINK“…

2013-05-30 19.30.18

 

 

 

 

 

 

 

 

Fransk hotdog var það eina sem hægt að var kaupa í pulsuvagninum… Hrifningin fór alveg með Aldísina mína!

2013-05-30 19.30.57

 

 

 

 

 

 

 

 

Við mæðgur erum æðioft ofsalega ósammála um mat… en þarna vorum við innilega sammála… Þetta er það versta! Og by the way… þetta er í fyrsta skipti sem ég borða fransk hotdog… því ég hef alltaf vitað að þetta er vont!

2013-05-30 19.47.49

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fundum fljótt okkar uppgang… allt í bláu… Boxen er svakalega flott að innan!

2013-05-30 20.17.07 

 

Heiðarleg tilraun til panoramamyndatöku á iPhone…

2013-05-30 20.53.51

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er meiri og betri kvöldmatur en fransk hotdog.

2013-05-30 21.29.26

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum með ágætis sæti, hefðum að sjálfsögðu viljað vera inní sviðinu en… Það getur verið erfitt að taka myndir á síma í svona mikilli fjarlægð.

PINK var æði… hún er bara flottust… þvílíkt show, þvílík tónlist, þvílíkar loftfimleikar, þvílíkir búningar, þvílíkir dansarar og aðrir fylgifiskar… þvílíkt ALLT.

2013-05-30 22.23.34

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hafa væntanlega verið um 30.000 hendur í húsinu, þeas ef allir hafa verið með 2 hendur.

2013-05-30 22.48.15

 

 

 

 

 

 

 

 

Dóttir hennar var með á tónleikunum og fékk að koma fram 2svar… PINK breyttist úr reiðu, cool rockstjörnunni í blíða mömmu á svipstundu. Hún varð bara meira töff við það.

2013-05-30 22.44.59

Þetta á að vera stutt videoklipp af lokaatriðinu… verð að fara að vinna… læt þetta fara svona út núna, tjekka seinna hvort þetta virki…

En allt í allt… PINK var yndisleg upplifun… og heimferðin tók næstum 4 tíma!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *