Sextán!

Litla barnið… sextán í dag! SEXTÁN!!!

Ég fór náttl á fætur í morgun til að útbúa afmælismorgunverð. Barnið pantaði eftirfarandi:

  1. Brauð
  2. Nutella
  3. Egg
  4. bacon
  5. amerískar pönnukökur
  6. Ávaxtakokteil

og fékk! Reyndar pantaði hún ekki brauð og ávexti… ég fann upp á því sjálf. Og mitt í hungrinu gleymdi ég að taka mynd. Eftir að hafa ráðist á morgunverðin í orðins fyllstu merkingu, voru pönnukökurnar það eina sem var eftir sem var myndhæft.

2013-06-04 11.56.43

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan kvaddi hún og stakk af niður í bæ og þaðan niður á strönd.

2013-06-04 12.35.24

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið lék á alls oddi og í DK er það siður að segja að afmælisbarnið hafi hagað sér eftir veðri síðasta ár. Samkvæmt því hefur Svalan hagað sér afskaplega vel. Jú jú, allavega hefur hún ekki verið óþæg…

Ég ákvað að baka, ef ske skyldi að hún léti sjá sig heima það sem eftir var dagsins.

2013-06-04 11.53.39

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gerði lakkrísmuffins með lakkrísfrosting. Ég er lakkríssjúklingur en hef aldrei áður notað lakkrísinn í bakstur… sem er reyndar mesta furða, því þetta er búið að kollríða öllu hérna síðasta árið.

Seinna voru muffinsarnar pantaðar á ströndina, ásamt einnota grilli og frosnum mínipizzum… þetta var um miðjan dag. Ég mátti ekki taka mynd. Hvorki af afmælisbörnunum tveimur né hópnum. Hópurinn samanstóð af 5 16 ára stelpum í bikiní sem hafa verið saman í skóla í 10 ár og eru rosa góðar vinkonur!!! Og ég mátti ekki taka mynd???

Ég fór í smá fílu og kom við í blómabúð og verslaði blóm… loksins. Nú er hvorki próf né ritgerð. Síðustu 2 vor/sumar fóru blómin alveg framhjá mér og krukkurnar hvíldu bara inní skúr í 30 mánuði.

2013-06-04 17.53.04

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú voru ermarnar brettar upp (það voru reyndar engar ermar, bara var í topp).

2013-06-04 17.52.28

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar ég var á 5 blóminu af 12, mundi ég eftir hneykslun Sævars pabba, þegar hann var í heimsókn eitt sumarið. Ég hafði ruðst í garðinn og án hanska. Hann varð bit þegar hann sá hendurnar á mér og spurði afhverju í ósköpunum ég hefði ekki hanska… „þú ert hjúkrunarfræðingur og ert að fara að vinna í kvöld…“ Í dag gleymdi ég hönskunum og er að fara að vinna í fyrramálið og á ekki naglabursta eins og var alltaf til í sveitinni í gamla daga. Ef kaffibollinn á myndinni væri í fókus, myndi sjást að það er hellings mold í honum.

2013-06-04 18.01.32

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég virkjaði húsbóndann og lánaði honum nautsleðurgarðvinnuhanskana mína…

2013-06-04 18.01.44

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grín… auðvitað má sjást í framan í Fúsa… reyndar hefði hin myndin alveg dugað því hann er með lokuð augun á þessari. Það hefur nú bara aldrei komið fyrir áður að hann Sigfús minn hafi lokað augunum á mynd!

2013-06-04 18.04.57

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann var svo yndæll að hengja upp fyrir mig blóm í pottum.

2013-06-04 18.05.06

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sá eini í fjölskyldunni sem þarf ekki að gera neitt… en vill gjarnan gera e-ð…

2013-06-04 18.13.10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvar væri ég án Sigfúsar míns? Handleggirnir á honum eru ca 10cm lengri en mínir og þessvegna er hann ómetanlegur!

2013-06-04 19.19.48

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er bara spurning hversu lengi þetta lifir…

Jeminnn, ég er alveg komin útaf sporinu… ég var að blogga um Svöluna mína… sextán ára pæjuna… sem er ekki enn komin heim af ströndinni! Þessi börn…

Allavegana óska ég henni mjög farsæls sextánsára árs og Guð veit að hún er elskuð allaleið frá Kína, ígegnum jörðina og allaleið til Plútó (það er mjög langt) og til baka aftur til DK.

Get ekki tekið mynd af henni, því ég er heima… og hún á STRöNDiNNi!

Fáið bara eina gamla í staðin… mjög gamla!

2013-06-04 21.05.05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *