Blomsterdalen í Tasiilaq (Blómadalurinn)

Þegar við vorum í Tasiilaq fórum við mæðginin í göngutúr inn í Blómadalinn. Það er vinsæl og auðveld gönguleið útfrá bænum eftir á, að vatni og þaðan er hægt að fara upp og niður hóla í ýmsar áttir.

2013-08-06 12.12.09

Blómadalurinn ber nafn með rentu þótt aðeins finnist 3 tegundir blóma í honum. Gul, bleik og blá. Þetta er frekar mikið blómahaf ef miðað er við allt annað á þessum slóðum því þar er oftast bara mosi og örlítið lyng án berja.

2013-08-06 10.17.06

Það var að venju skýjað… skýjin voru hreinlega búin að líma sig fast á mig og véku ekki frá mér! Maggi lét þau þó ekki á sig fá og arkaði brattur inn í Blómadalinn.

2013-08-06 12.10.19

Bláklukkurnar voru í stærra lagi… líklega til að koma á móts við blómaleysið sem annars ríkti.

2013-08-06 10.23.49

Mamma var líka spræk og naut náttúrunnar.

2013-08-06 10.36.42

Svo spræk að örlítið vað var bara til að gera hana sprækari.

2013-08-06 12.10.06

Bleiku blómin sem ég veit ekki hvað heita því ég veit ósköp lítið um blóm. Reyndar veit ég mikið um fífla… hvernig á að taka þá upp og hvernig þeir smitast útum allt!

2013-08-06 11.00.53

Á bakvið Magga spræka sést fjallið Qaqqartivakajik sem ég á eftir að segja ykkur frá í annarri færslu… til þessa fjalls eru blendnar tilfinningar! Og ég hefði getað sloppið lítið lifandi frá því!

2013-08-06 11.07.11

Mamma og Maggi fóru að Blómadalsfossinum (ég skýrði hann sjálf) og snéru svo við… ég hélt áfram.

2013-08-06 11.27.41

Og þegar maður er einn, er engin til að taka myndir af manni nema KitCam.

2013-08-06 12.14.21

Þetta er ekki minn… ég sverð það! Ég nota ekki einu sinni túrtappa nema við einstök tækifæri… sverð það líka… er haldin svakalegri hræðslu um að krækja í lykkjuna og draga hana út. Svo þetta er ekki minn!

Fokk, hefði ekki átt að setja þessa mynd inn… en allavega… ruslið liggur útum allt! Allskonar rusl! Frekar subbó. Þetta er svo ósnortin náttúra og mikil auðn og því stingur þetta skuggalega í augu. Fólk kastar öllu frá sér hvar og hvenær sem er.

2013-08-06 11.35.15

Landslagið er svo hrjóstrugt og eyðilegt… varla gróður og snjór í minnstu hæð. Það er rosalega fallegt þarna en mér fannst ég alein. Enda var ég alein! Samt bara 30 mín frá bænum en samt ekki hræðu neinsstaðar að sjá. Og engan fugl… ekkert kvikt. Sem er svoldið sérstakt… það búa um 2000 manns í Tasiilaq og alveg hellingur af ungu fólki, ásamt öllum túristunum, sumarvinnufólkinu og hinu ýmsa fólki… og samt var ekkert kvikt að sjá.

2013-08-06 11.38.06

Nema mig… ég var sprelllifandi!

2013-08-06 12.07.58

Þetta var stærsta ruslahrúgan sem ég fann…

2013-08-06 12.00.02

En ég andaði bara inn og út og ákvað að missa mig ekki yfir ruslinu heldur bara fá mér grænlenskt vatn.

2013-08-06 12.16.52

 

Kirkjugarðurinn í Tasiilaq sem bara rétt fyrir utan bæinn í Blómadalsmunnanum. Muniði eftir myndinni úr kaupfélaginu sem ég setti í fyrstu Grænlandsfærsluna… af gerviblómunum? Þetta er ástæðan fyrir að hillur kaupfélagsins svigna undan gerviblómum.

2013-08-06 12.19.57

 

Enn og aftur… fjallið Qaqqartivakajik í bakgrunninum,  sem ég rétt komst upp á. Ef ég hefði ekki lifað af, hefði verið hægt að hola mér niður undir plastblómunum á meðal innfæddra og dana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *