Bakpokahugleiðing… djúp…

Í ca. 3 ár hef ég oft velt fyrir mér hvað sé í bakpokunum hjá konunum sem eru með bakpoka á venjulegum degi inní miðjum bæ. Og hér er ég ekki að tala um konur á ferðalagi, eða konur í skóla, eða athafnakonur. Heldur bara venjulegar konur á leið í og úr vinnu eða röltandi eftir göngugötunni eða það þriðja.

Tökum Gunnu sem dæmi (þetta er skáldað nafn til að tryggja persónuverndina). Gunna vinnur með mér, er það sama og ég, er akkúrat núna ekki að læra neitt, notar ekki sína eigin tölvu í vinnunni og býr tæplega 10 mín í burtu frá vinnustaðnum… á hjóli. Hún er ca. 10 árum eldri en ég, verslar föt í dýrri konubúð, notar varalit í vinnunni, tekur með sér nesti og fer beint heim eftir vinnu. Gunna kemur alltaf askvaðandi í vinnuna í dýrum merkjaskóm, í flottum konufötum með frekar ljótan og troðfullan, meðalstóran bakpoka á bakinu.

26-woman-backpack-unique-backpacks-font-b-kids-b-font-font-b-hiking-b-font-bookbag

Og mig langar svo sjúklega að vita hvað hún er með í bakpokanum??? Ég er í alvörunni búin að velta því fyrir mér í allavega 3 ár. Hafiði einhverja hugmynd?

Það þýðir ekki að segja að hún sé með það sama í bakpokanum og ég með í veskinu mínu… því mitt stuff myndi aldrei fylla útí hennar medium bakpoka… Ég var að kíkja í mitt veski og þar er eftirfarandi:

  • 2 varasalvar
  • lyklar
  • usb
  • tommustokkur
  • vegabréf
  • hjólaljós
  • 5 kvittanir (krumpaðar)
  • 3 Sallos
  • klink
  • 1 leyndarmál
  • agnarsmá dós með handáburði
  • 1 varalitur
  • 1 penni

Þetta er reyndar innihald úr 2 veskjum… því ég var e-ð að skipta á milli um síðustu helgi og þessvegna alltí rugli. Gat bara ekki sagt ykkur frá hvað veskið sem ég notaði í dag inniheldur, því það er svo lítið…:

  • 1 varasalvi
  • 3 Sallos
  • 1 leyndarmál
  • klink

Veskin mín eru meðalstór veski…

photo

Þetta er stórt brot af innihaldinu úr mínum veskjum… Allt þetta og mikið meira til kæmist fyrir í innaná vasanum inní bakpokanum.

Hafið þið einhverntíman séð oní svona bakpoka hjá þessari týpu af konu?

 

2 Responses to “Bakpokahugleiðing… djúp…

  • Tinna töff
    11 ár ago

    Hún er með regnhlíf og Hunter stígvél… ég skil aldrei hvenær fólk hafði tíma til að ná í regnhlíf akkurat á mínútunni þegar það byrjar að rigna… ég sé allavega aldrei neinn með rengnhlíf rétt áður en það byrjar að rigna, og alls ekki í gúmmístígvélum.

    • Dagný
      11 ár ago

      held ekki í hennar tilfelli Tinna. Því að á mánudaginn var helligrigning þegar við mættum í vinnuna og svo þurrt kl 15. Þá sagði hún: „jæja, ég þarf nú ekki að klæða mig í þessi núna…“ braut þau fínt saman og setti á bögglaberann á hjólinu… það er ekki einu sinni pláss fyrir regnföt í töskunni…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *