Laugardagsbakkelseð

Þegar ég kom heim úr vinnunni áðan, dauðuppgefin… eftir að hafa hlustað á vinnufélöguna  tala í ca 3 kl.t. um rakann í kjallaranum hjá sér og um fullorðnu nágrannadótturina sem getur bara opnað munninn 4 cm (aumingja hún… og aumingja maðurinn hennar)… gat ég ekki beðið eftir að borða vinnuhelgarkökuna sem biði mín. Ég hef nefnilega kennt og vanið hann Sigfús minn á að vera tilbúin með bakkelse handa mér þegar ég kem heim um helgar.

Þetta mætti mér…

2013-09-14 15.50.01

Keypt bakkelse útúr búð…. og þar að auki hræbilligt!

Ég sagði: „heyrðu góði minn!?!“

Hann: „hvað?“

Ég: „þú ferð ekkert að bjóða mér upp á þetta góði minn?!?“

Hann (svellkaldur): „Jú, þetta er bara fínasta kaka…!“

Ég: „nei!!! þetta fer ekki inní minn munn…!“

Hann: „jú… þessi kaka bragðast unaðslega…“

2013-09-14 15.50.50

Þar sem ég er svo auðtrúa, áhrifagjörn og anskoti vitlaus á köflum, skar ég mér sneið, ef sneið skyldi kalla… get ekki sjálf séð neina sneið útúr þessari „sneið“… og smakkaði.

Og þið skuluð aldrei aldrei aldrei borga meira en krónu fyrir þetta bakkelse… Svona kakórúllaðe… oh my godness…

2013-09-14 17.25.29

Oj Oj Oj… og afsakið hversu léleg myndin af mér er… það er ekki auðvelt að vera eins og Eskimomodel með Kakórúllaðe uppí sér!

2 Responses to “Laugardagsbakkelseð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *