útifærsla um týnda dótið…

Í alvöru, þetta hlýtur að vera síðasti dagurinn á þessu ári sem ég blogga úti… Veðrið í dag er dásamlegt.

2013-10-08 13.11.41

Búin að snappa veðrið og lífræna bláberjasaftið á helstu snapvinina og ættu því flestir að vera ágætlega upplýstir um hvað ég sé að bralla…

Vaskur fór í picnic hinu megin í garðinum, Fúsi er að vinna, Svala er í skólanum og Aldís er í New York. Því er bara rólegheitarástand á heimilinu.

Ég hef áður gert færslu þar sem ég eftirlýsi hluti sem hafa horfið. Held ég hafi reglulega gert svona færslur. Hér kemur enn ein…

  • H&M trefill – fíngerður og svartur úr einhversskonar ull, ca 10 metra langur (í minningunni).
  • Rauður ermalaus bolur – hvarf haustið 2006 og ég hef aldrei hætt að hugsa um hann. Fór mér einstaklega vel og var endalaust flottur (í minningunni).
  • HH regn og vindjakki – svartur, venjulegur, góður og hann verður að finnast!
  • Teskeiðarnar – eins einkennilegt og það hljómar, þá eru teskeiðar heimilisins flestar horfnar. Áttum tugi, nú eigum við ca. 4. Hef ekki lánað þær út og hef ekki haldið veislu annarsstaðar í 2 og hálft ár.
  • Giftingarhringurinn – hann er tæknilega ekki týndur því ég veit hvar hann er, en ég næ honum ekki og því fær að hann vera með hérna.

2013-10-08 13.34.26

Hann var keyptur í vægu kreppunni ´95, þegar það var í tísku að hafa þá mjóa.

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra, hef svakalega þörf og áhuga á að lesa biokomi það sem eftir er dagsins…  og ef þið rekist á hlutina mína þá er bara að koma með þá heim til mín… fáið möndlur og kaffi í staðin.

2013-10-08 13.42.45

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *